Auðvelda atvinnulausum að fá starf

Fréttir
24.10.2018

Advania hefur verið falið að smíða nýja vef um stóran hluta þjónustu Vinnumálastofnunar sem meðal annars á að spara atvinnulausum sporin, flýta afgreiðslu atvinnuleysisbóta og draga úr tímafrekri pappírsvinnu hjá starfsfólki.

Markmið með nýja vefnum er að efla og flýta þjónustu við viðskiptavini. Þar verður hægt að sækja um atvinnuleysisbætur og fylgjast með afgreiðsluferlinu.
Á nýja vefnum geta atvinnulausir afhent og nálgast upplýsingar á rafrænan hátt, óháð búsetu, og þurfa ekki lengur að fara milli stofnana til að útvega gögn fyrir Vinnumálastofnun.

Vefurinn verður líka vinnumiðlun sem miðar að því að auðvelda atvinnulausum að fá störf við hæfi. Þar geta atvinnurekendur auglýst laus störf.

Að mati Margrétar Kr. Gunnarsdóttur sviðsstjóra upplýsingatækni- og rannsóknarsviðs hjá Vinnumálastofnun, dregur nýji vefurinn úr handvirkum verkferlum hjá starfsfólki. Til dæmis sparast heilmikill tími við innslátt á upplýsingum og starfsfólk þarf ekki lengur að eyða tíma í að skanna pappíra. Með aukinni sjálfvirkni og einfaldari verkferlum næst hagræðing og aukið eftirlit með fjármunum hins opinbera.

Nýja kerfið hefur hlotið nafnið Galdur og leysir af hólmi kerfi sem Vinnumálastofnun hefur notað í 25 ár. Þó mikil vinna hafi farið í umbætur á gamla kerfinu er ljóst að því eru verulegar takmarkanir settar. Gert er ráð fyrir að nýji vefurinn bjóði uppá auðveldara notendaviðmót sem geri samkipti við Vinnumálastofnun greiðari.

Advania varð hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa um verkið.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa