Rafrænar kosningar spara tugi milljóna hjá ASÍ

Fréttir
29.10.2018

Rafrænt kosningakerfi sem ASÍ hefur þróað í samvinnu við Advania hefur sparað tugi milljóna króna og stóraukið lýðræðið innan sambandsins.

„Rafræna kerfið leysir meðal annars af hólmi dýrar bréfsendingar með kjörseðlum og umslögum sem áður voru sendar til félagsmanna. Allt umstang við sjálfar kosningarnar verður miklu ódýrara og einfaldara. Það er ekkert launungamál að þetta rafræna kosningakerfi hefur sparað sambandinu tugi milljóna króna. Það er þróað til að standast ýtrustu kröfur um leynd og persónuvernd. Við erum mjög sátt við framkvæmdina,“ segir Magnús M. Norðdahl deildastjóri lögfræðideildar ASÍ.

Fleiri hafa notað kosningakerfið sem upprunalega var þróað með ASÍ, meðal annars VR, Þjóðkirkjan, Sjómannafélagið, lífeyrissjóðir, Flugvirkjafélag Íslands og Neytendasamtökin. Fjölmennustu kosningarnar sem hafa verið framkvæmdar með rafræna kerfinu var kosning um Salek-samkomulagið þar sem 80 þúsund voru á kjörskrá. Í stjórnarkjöri VR voru um 30 þúsund á kjörskrá.

Rafræn kosning hefur þann augljósa kost að styrkja lýðræðið þar sem fleiri eiga þess kost að greiða atkvæði rafrænt en að mæta á kjörstað. „Þegar kosningaframkvæmdin verður svona einföld er hægt að halda fleiri kosningar og bera fleiri mál undir þá sem eru á kjörskrá. Búseta er engin hindrun í rarfænum kosningum og þær geta staðið yfir í lengri tíma en kjörstaðir geta yfirleitt verið opinir. Kosningakerfið eykur öryggi í kosningum þar sem atkvæðum eru dulkóðuð og talning er nákvæmari og tekur styttri tíma,“ segir Sigurður Másson deildarstjóri hugbúnaðalausna Advania.Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa