Advania hlaut markaðsverðlaun DELL EMC

Fréttir
02.11.2018


Advania hlaut markaðsverðlaun Dell EMC sem veitt voru á alþjóðlegri ráðstefnu samstarfsaðila DELL í Noregi á dögunum. Advania hlaut einnig tilnefningu sem Partner of the Year og Growth Partner of the Year.

Markaðsverðlaunin voru veitt fyrir margþætt og fræðandi kynningarstarf meðal annars á samfélags- og umhverfismálum DELL sem kallast The Legacy of Good. DELL er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi og hefur einsett sér að útrýma vistsporum fyrirtækisins og hlúa betur að umhverfinu. Ítarlega áætlun um hvernig fyrirtækið ætlar að ná settum markmiðum sínum fyrir árið 2020 má lesa hér.
Þar er því nákvæmlega útlistað hvernig fyrirtækinu gengur að feta sig í áttina.

„Dell og Advania á Íslandi hafa verið í góðu samstarfi í 25 ár. Markaðsstarf og þjónustuleiðir við viðskiptavini hafa breyst mikið á þessum tíma. Í sölu og markaðsstarfi hafa DELL og Advania lagt mikla áherslu á stafræna miðla. Ný vefverslun var opnuð á liðnu ári sérstaklega sniðin að þörfum fyrirtækja. Henni hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum sem að nýta sér nýjustu tækni við pöntun á tölvubúnaði. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til þess að halda áfram góðu starfi til ávinnings fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Microsoft valdi Advania samstarfsaðila ársins

Annað árið í röð hefur Microsoft á Íslandi verðlaunað Advania fyrir framúrskarandi samstarf.

Lesa

Vegna kaupa Advania á Wise

Advania hefur sent Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise Lausnum ehf. Eftir athugasemdir Samkeppniseftirlitsins hefur Advania ákveðið að tilkynna um samrunann að nýju.

Lesa

Ölgerðin ánægð með alrekstrarþjónustu Advania

Advania tók yfir hýsingu og rekstur á upplýsingakerfum Ölgerðarinnar í fyrra. Markmiðið var að tryggja stöðugleika þeirra og þjónusta notendur svo Ölgerðin gæti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.

Lesa