Skemmtilegt samstarf við Landspítalann

Fréttir
16.11.2018
Fyrir rúmu ári óskaði Landspítalinn eftir aðstoð Advania við að leysa ákveðna verkferla með stafrænum hætti. Starfsfólk spítalans þurfti að öðlast betri yfirsýn yfir sérstaka vagna sem innihéldu verkfæri fyrir skurðstofur spítalans.

Um 60 aðgerðir eru framkvæmdar á spítalanum á sólarhring. Fyrir hverja aðgerð þurfa skurðstofuvagnar að vera til taks með dauðhreinsuðum verkfærum. Eftir aðgerðir eru verkfærin flutt í skurðstofuvögnum frá spítalanum á dauðhreinsunardeild LSH við Tunguháls. Þar eru þau dauðhreinsuð, sett í lokaðar umbúðir og sett aftur í lokaða vagna. Því næst eru vagnarnir keyrðir aftur á spítalann.

Hringrás verkfæranna er því nokkuð viðamikil og nauðsynlegt var fyrir starfsfólk spítalans að vita hvar vagnarnir voru hverju sinni, til að tryggja að skurðstofurnar væru ætíð rétt búnar undir aðgerðir.

Hugbúnaðarsérfræðingar Advania smíðuðu einfalt kerfi fyrir spítalann til að veita yfirsýn yfir staðsetningu vagnanna. Kerfið var smíðað með OutSystems sem hentar sérlega vel fyrir lausnir á vettvangi og í síbreytilegu umhverfi.

Hér má heyra meira um þetta skemmtilega samstarf Advania og Landspítalans og fá innsýn inn í daglegar athafnir skurðstofanna.

Dauðhreinsun á Landspítalanum from advania on Vimeo.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa