Skemmtilegt samstarf við Landspítalann

Fréttir
16.11.2018
Fyrir rúmu ári óskaði Landspítalinn eftir aðstoð Advania við að leysa ákveðna verkferla með stafrænum hætti. Starfsfólk spítalans þurfti að öðlast betri yfirsýn yfir sérstaka vagna sem innihéldu verkfæri fyrir skurðstofur spítalans.

Um 60 aðgerðir eru framkvæmdar á spítalanum á sólarhring. Fyrir hverja aðgerð þurfa skurðstofuvagnar að vera til taks með dauðhreinsuðum verkfærum. Eftir aðgerðir eru verkfærin flutt í skurðstofuvögnum frá spítalanum á dauðhreinsunardeild LSH við Tunguháls. Þar eru þau dauðhreinsuð, sett í lokaðar umbúðir og sett aftur í lokaða vagna. Því næst eru vagnarnir keyrðir aftur á spítalann.

Hringrás verkfæranna er því nokkuð viðamikil og nauðsynlegt var fyrir starfsfólk spítalans að vita hvar vagnarnir voru hverju sinni, til að tryggja að skurðstofurnar væru ætíð rétt búnar undir aðgerðir.

Hugbúnaðarsérfræðingar Advania smíðuðu einfalt kerfi fyrir spítalann til að veita yfirsýn yfir staðsetningu vagnanna. Kerfið var smíðað með OutSystems sem hentar sérlega vel fyrir lausnir á vettvangi og í síbreytilegu umhverfi.

Hér má heyra meira um þetta skemmtilega samstarf Advania og Landspítalans og fá innsýn inn í daglegar athafnir skurðstofanna.

Dauðhreinsun á Landspítalanum from advania on Vimeo.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa