Advania-lausnin PMAX í AppSource

Fréttir
20.11.2018

Fasteignaumsjónarkerfið PMAX er nú aðgengilegt í AppSource, á  alþjóðlegum markaði Microsoft fyrir sérlausnir. PMAX er fyrsta lausn Advania sem er skráð í AppSource.

PMAX er sérlausn fyrir Microsoft Dynamics 365 for Finance and Operation. Um er að ræða samþætt viðskipta- og bókhaldskerfi sérsniðið að þörfum fyrirtækja með fasteignir í útleigu. Lausnin er fyrst og fremst ætluð fyrirtækjum með stór eignasöfn, en er þó skalanlegt eftir umsvifum fyrirtækja. PMAX heldur utanum leigusamninga og einfaldar alla fjárhags- og uppgjörsferla, svo sem reikningagerð og arðsemismat. Kerfið veitir góða yfirsýn yfir reksturinn og dregur úr tímafrekri handavinnu.

PMAX-kerfið er hannað í nánu samstarfi við umsvifamikil fyrirtæki á fasteigna- og leigumarkaði á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það er notað af félögum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Ungverjalandi, meðal annars DNB banka, norska járnbrautakerfinu og Bella Center í Danmörku.
PMAX hefur einfalt og notendavænt viðmót og er samþætt við aðrar lausnir Microsoft í Dynamics 365 seríunni, til dæmis Microsoft CRM, Power BI og PowerApps.

Í AppSource er hægt að kaupa áskriftir að ýmiskonar lausnum sem þróaðar eru af sjálfstæðum framleiðendum, meðal annars í Dynamics 365 umhverfinu.

„Með skráningu PMAx í Appsource opnast möguleikar og styrkist markaðssókn Advania á á alþjóðamarkaði. Microsoft gerir miklar gæðakröfur til lausna sem fá skráningu á Appsource og því er það mikið gleðiefni að fyrsta kerfi Advania sé nú aðgengilegt þar,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.Allar fréttir
Mynd með frétt

Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Lesa

Með eina æðstu gráðu frá Cisco

Einn af netkerfasérfræðingum Advania, Steinn Örvar Bjarnarson, lauk nýlega stífu námi og hlaut eina æðstu gráðu sem hægt er að fá frá Cisco. Sérþekking Steins Örvars nýtist sérstaklega í bilanagreiningu, ráðgjöf og gæðamati á netkerfum.

Lesa

Er þín vefverslun tilbúin fyrir jólin?

Að mörgu er að huga í vefverslun á háanna tíma. Það þarf að hlúa að vefverslunum af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum, framsetning þarf að vera góð og skilmálar skýrir.

Lesa