Landsbjörg fær tölvu sem má fara í uppþvottavél

Fréttir
05.12.2018

Advania færði Landsbjörgu eina sterkustu tölvu sem hægt er að finna á landinu, til að nota í björgunarstarfi sínu.

Tölvan er af gerðinni Dell Extreme Rugged og er hönnuð fyrir einstaklega krefjandi aðstæður. Hún þolir mikinn raka, kulda, högg og hita. Hún verður hluti af búnaði í færanlegri stjórnstöð landsstjórnar Landsbjargar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar.

Samkvæmt Guðmundi Zebitz, vörustjóra notendabúnaðar hjá Advania, gæti tölvan farið í uppþvottavél og virkað prýðilega eftir þvottinn. Hann hefur sjálfur gert ýmsar prófanir á þoli tölvunnar og og skellti sér meðal annars með tölvuna í réttir eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Þar lét hann um þúsund kindur hlaupa yfir tölvuna og spúlaði hana því næst með háþrýstidælu. Ekki kom það að sök og virkaði tölvan vel.„Fyrir björgunarsveitir skiptir miklu máli að búnaður sé sterkur, áreiðanlegur og þoli óblíð náttúruöfl. Landsstjórn björgunarsveita getur þurft að starfa við erfiðustu aðstæður sem Ísland hefur uppá að bjóða og mun búnaðurinn frá Advania nýtast okkur vel,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson sem fer fyrir aðgerðarmálum Landsbjargar.

Dell tölvan uppfyllir kröfur bandaríska varnarmálaráðuneytisins um að standast svokallaðar MIL-STD-810G og MIL-STD-461F prófanir. Hún er með tvöfaldri nettengingu og getur tengst nýjum og gömlum tækjabúnaði björgunarsveitanna.

Mynd: Guðbrandur Örn Arnarsson ( til vinstri) fer fyrir aðgerðarmálum Landsbjargar og tók við tölvunni frá Guðmundi Zebitz, vörustjóra notendabúnaðar hjá Advania.Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa