Advania býður nýja lausn á sviði viðskiptagreindar

Fréttir
14.12.2018
Discovery Hub® er heildarlausn sem einfaldar fyrirtækjum að draga saman upplýsingar úr mörgum ólíkum gagnasöfnum og framkvæma greiningar á þeim. Með einföldu notendaviðmóti, sjálfvirkni og gervigreind gerir lausnin það mögulegt að flýta þróun og draga úr kostnaði við rekstur gagnamarkaða og vöruhúsa gagna. Lausnin er með innbyggðar tengingar við hin ýmsu upplýsinga- og viðskiptakerfi. Sjálfvirkni dregur úr þeim tíma sem það tekur að gera gögn aðgengileg og framkvæma greiningar á þeim, einfaldar samþættingu og tryggir gæði gagna á sama tíma. Sjálfvirk skjölun einfaldar yfirsýn yfir uppruna gagna. Discovery Hub® auðveldar stjórnendum, í umhverfi þar sem góð yfirsýn og hraði skipta máli, að taka ákvarðanir sem byggja á áreiðanlegum upplýsingum.

 „Advania leggur sig fram við að skapa virði fyrir viðskiptavini sína með snjallri notkun upplýsingatækni. Við trúum því að Discovery Hub® hjálpi til við það og auðveldi fyrirtækjum að skapa virði úr ósamstæðum gögnum og upplýsingum,“ segir Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. 

„Við fögnum samstarfinu við stórt og öflugt fyrirtæki á borð við Advania. Það er okkar sameiginlega trú að Discovery Hub® hugbúnaðurinn mæti fjölbreyttum þörfum íslenskra fyrirtækja, meðal annars við að uppfylla nýja persónuverndarlöggjöf,“ segir Heine Krog Iverse framkvæmdastjóri TimeXtender.

Með samstarfi Advania og TimeXtender eykur Advania vöruframboð sitt á sviði viðskiptagreindar en hún verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja á tímum stafrænnar umbreytingar. 
 

Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa