Microsoft valdi Advania samstarfsaðila ársins

Fréttir
15.01.2019

Annað árið í röð hefur Microsoft á Íslandi verðlaunað Advania fyrir framúrskarandi samstarf.

Samstarfsverðlaun Microsoft voru afhent á föstudag. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum auk þess sem tilkynnt var um val á samstarfsaðila ársins 2019. Advania var tilefnt í þremur flokkum og var valið samstarfsaðili ársins annað árið í röð. Að mati Microsoft á Íslandi hefur Advania skarað fram úr á sviði tæknimála, nýsköpunar og notkunar á vöruframboði Microsoft. Samkvæmt tilkynningu frá Microsoft fara áherslur fyrirtækjanna vel saman þar sem horft er til framtíðar með skýjaþjónustu, aukinni sjálfvirkni og áherslu á viðskiptakerfi og ferla.

Fyrirtækin eru í sameiningu að sækja fram. Samstarfið hefur meðal annars skilað því að Advania hefur komið Pmax lausn fyrirtækisins í AppSource sem er alþjóðlegur markaður Microsoft fyrir sérlausnir. Þá hafi samstarf um umbreytingu á söluleiðum Microsoft skilað frábærum árangri fyrir Advania.
Microsoft veitti Advania einnig verðlaun fyrir Markaðstorg Advania fyrir að nota tækni til að umbreyta vöruframboði og þjónustu fyrirtækja og skapa með því nýja tekjustrauma. Markaðstorg Advania er aðgangsstýrð vefgátt sem gerir viðskiptavinum félagsins kleift að kaupa og sýsla með skýjaþjónustur.

Mynd: Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Microsoft á Íslandi ásamt Hafsteini Guðmundssyni forstöðumanni lausnahóps hjá Advania. 

Verðlaunin fyrir Markaðstorg Advania voru rökstudd af dómnefnd; „Að sjálfvirknivæða kaup á hugbúnaði og umsýslu með leyfum er í raun byltingarkennd breyting á viðskiptamódeli í íslenskum tæknigeira. Með þessu verkefni tók Advania stórt skref inn í framtíðina.“


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa