Vegna kaupa Advania á Wise

Fréttir
15.01.2019

Advania hefur sent Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise Lausnum ehf. Eftir athugasemdir Samkeppniseftirlitsins hefur Advania ákveðið að tilkynna um samrunann að nýju.

Advania samdi við AKVA Group í Noregi um kaup á Wise í fyrra en viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Advania og AKVA Group vinna áfram að því að kaupin gangi eftir á fyrrihluta árs 2019.

Wise selur Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnað. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.
Hjá Advania á Íslandi starfa líkt og hjá Wise, sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Með fyrirhugaðri sameiningu fyrirtækjanna verður til eining sem gæti haft burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Lesa

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Lesa

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að efla félagið enn frekar sem þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.

Lesa