Vefur KSÍ hlaut Íslensku vefverðlaunin

Fréttir
25.02.2019

Vefur Knattspyrnusambands Íslands hlaut Íslensku vefverðlaunin fyrir bestu efnis- og fréttaveitu. Advania sá um greiningu, hönnun og forritun á vefnum. Verðlaunin voru veitt á Hilton Hótel Nordica á föstudag. 

Veflausnir Advania hönnuðu og smíðuðu vef sambandsins sem settur var í loftið í fyrra. Á vefnum hafði aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr gagnagrunni KSÍ verið stórbætt. Gagnagrunnur KSÍ er gríðarlega umfangsmikill og þar má meðal annars nálgast upplýsingar um fótboltaleiki allt aftur til ársins 1912. Advania smíðaði einnig nýtt og öflugt mótakerfi með yfirliti yfir mótaupplýsingar allra fótboltaiðkenda í landinu sem aðgengilegt er á vefnum. Vefurinn er mikið notaður af iðkendum, þjálfurum, starfsfólki aðildarfélaga, áhugafólki um knattspyrnu og tölfræðinördum.

Við hjá Advania óskum Knattspyrnusambandi Íslands til hamingju og þökkum þeim fyrir ánægjulegt samstarf.

Á myndinni er Gylfi Steinn Gunnarsson og Guðfinna Ýr Róbertsdóttir frá Advania sem hönnuðu og smíðuðu vefinn ásamt góðu teymi. 
Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa