Bilun lokið í hýsingarumhverfi Advania

Fréttir
01.03.2019

Sérfræðingar okkar eru langt komnir með greiða úr vanda sem upp kom í dag vegna bilunar í miðlægum búnaði í hýsingarumhverfi Advania.

Bilunin olli því meðal annars tölvukerfi nokkurra viðskiptavina lágu niðri um tíma, þar á meðal nokkrir opinberir vefir. Allir opinberir vefir eru komnir upp aftur.

Rót vandans hefur verið greind og var hún rakin til bilunar í búnaði sem Advania nýtir í umhverfi sínu. Komið hefur verið í veg fyrir að umrædd bilun hafi frekari áhrif og verður málið tekið áfram með viðkomandi birgja til frekari greiningar. 

Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem bilunin olli.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa