Tæknin styttir vegalengdir á Norðurlandi

Fréttir
11.03.2019

Á starfsstöðvum Advania á Norðurlandi vinna um 30 manns við að efla upplýsingatækni fyrirtækja og stofnana. Á svæði þar sem samgöngumál skipta miklu máli, hefur upplýsingatæknin stytt vegalengdir, auðveldað samskipti og dregið úr óþarfa akstri milli staða. 

„Við rekum þrjár starfsstöðvar á Norðurlandi sem þjónustar fólk allt frá Patreksfirði til Djúpavogs. Við veitum stórum og smáum vinnustöðum ráðgjöf og margþætta þjónustu,“ segir Jónas Sigurþór Sigfússon sölusérfræðingur Advania á Akureyri.

„Samgöngumál eru heit mál á Norðurlandi en við höfum séð hvernig tæknin leysir gríðarlega margt í þeim efnum. Þar sem sveitarfélög og stofnanir eru með dreifða starfssemi, sparast heilmikill tími með því að eiga rafræn samskipti. Skype for Business hefur verið öflugt tól fyrir okkur og nýst vel á starfsstöðvum sem við þjónustum. Ég get nefnt sem dæmi hvernig Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur sparað tíma og dregið úr akstri og símakostnaði með rafrænum lausnum,“ segir Jónas.

Helsta uppistaða í starfsemi Advania á Norðurlandi er hýsing og rekstur, þjónusta við fjárhagskerfi, Sharepoint-lausnir ásamt tímaskráningarkerfum og sölu á Dell-tölvubúnaði.

Að sögn Jónasar gengur stafræna umbyltingin ekki alveg jafn hratt fyrir sig á Norðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, en þó misjafnlega eftir fyrirtækjum og stofnunum.

„Framfarirnar eru háðar því að fólk sé framsækið í hugsun og tilbúið að breyta. Við höfum séð mikinn ávinning og tímasparnað hjá þeim sem taka upp stafræna vegferð,“ segirJónas.

Mynd: Advania er með starfsstöðvar á Sauðarkróki, Húsavík Akureyri og víðar um Norðurland. Hér er hluti starfsfólksins samankomið á Akureyri.


Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa