Akureyrarbær semur við Advania

Fréttir
13.03.2019

Akureyrarbær hefur samið við Advania um að hýsa og reka upplýsingakerfi bæjarins næstu fimm árin.

Samningurinn var gerður eftir örútboð Ríkiskaupa þar sem tilboð Advania varð fyrir valinu. Möguleiki er á að framlengja samninginn til þriggja ára. Advania varð einnig hlutskarpast í síðasta útboði um verkið og hefur því veitt Akureyrarbæ hýsingar- og rekstrarþjónustu síðan 2014.

Nýji samningurinn felur Advania að hýsa áfram og reka allt miðlægt umhverfi Akureyrarbæjar. Fyrirtækið þjónustar einnig notendur upplýsingakerfanna sem eru um 2000 starfsmenn sveitarfélagsins.

Advania hefur fjárfest í innviðum til þess að geta veitt sérhæfða þjónustu á sviði hýsingar og reksturs upplýsingakerfa. Með þeim hætti getur fyrirtækið tryggt uppitíma og stöðugleika í rekstri kerfanna.

Á myndinni eru þau Ægir Már Þórisson forstjóri Advania og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa