Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Fréttir
14.03.2019

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Samkeppniseftirlitið hefur nú gert athugasemdir við hvernig Advania skilgreinir samkeppnisumhverfið sitt og hefur sakað fyrirtækið um að hafa veitt villandi eða rangar upplýsingar um það í samrunaskrá. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu, þar sem óskað eftir umsögnum um samrunann, er fullyrt að ósamræmi hafi verið í skilgreiningu á samkeppnisumhverfi í samrunatilkynningu annars vegar og innanhúsgögnum Advania hins vegar.

Þessum fullyrðingum Samkeppniseftirlitsins vísar Advania alfarið á bug.

Við hjá Advania höfum talað um hina augljósu staðreynd innan fyrirtækisins að Wise sé einn stærsti söluaðili landsins á þessu tiltekna fjárhagskerfi. Það er á engan hátt á skjön við skilning okkar á því að samkeppnisumhverfi með fjárhagshugbúnað sé alþjóðlegt, eins og við segjum í samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins. Samkeppni um hugbúnað getur ekki afmarkast af landamærum. Það er því ekkert ósamræmi í skilgreiningum okkar á markaði.

Á Íslandi eru auk þess stærri samkeppnisaðilar en Wise að bjóða önnur öflug fjárhagskerfi. Öll störfum við í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.
Advania hefur því í gögnum til Samkeppniseftirlitsins skilgreint samkeppnisumhverfi með hugbúnað á borð við fjárhagskerfi sem alþjóðlegt.

Í því felst hvorki blekking né ásetningur um að villa fyrir Samkeppniseftirlitinu.Allar fréttir
Mynd með frétt

Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.

Lesa

Fjölmenn heimsókn FKA-kvenna

Fjölmennt var í fyrirtækjaheimsókn FKA sem fór fram í húsakynnum Advania á dögunum. Um 50 konur mættu á staðinn.

Lesa

Vegna fyrirhugaðra kaupa Advania á Wise Lausnum ehf

Advania og Wise sendu Samkeppniseftirlitinu tilkynningu um samruna félaganna fyrir nokkru. Wise er öflugur söluaðili á Microsoft Dynamics NAV fjárhagshugbúnaði bæði hér á landi og erlendis. Hjá Advania, líkt og hjá Wise, starfa fjölmargir sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV. Líkt og hjá Wise er um að ræða viðskiptavini bæði innanlands og utan. Við samruna félaganna tveggja yrði til eining sem gæti betur mætt síaukinni og harðnandi alþjóðlegri samkeppni um fjárhagshugbúnað.

Lesa