Morgunverðarfundur: GDPR? Engar áhyggjur, það er ekkert að óttast!

Morgunverðarfundur: GDPR? Engar áhyggjur, það er ekkert að óttast!

Þann 25. maí árið 2018 tekur gildi ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem setur ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga. Við ætlum að segja þér allt sem þú þarft að vita til að undirbúa fyrirtækið þitt undir löggjöfina.

Dagsetning/tími:föstudagur 17. nóvember 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:15:00 fimmtudagur 16. nóvember
Nánari lýsing:

Þann 25. maí árið 2018 tekur gildi ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem setur ríkari kröfur á fyrirtæki um meðferð persónuupplýsinga. Við ætlum að segja þér allt sem þú þarft að vita. 

Fundurinn fer fram föstudaginn 17. nóvember í höfuðstöðvum Advania að Guðrúnartúni 10 í Reykjavík og verður sýndur í beinni útsendingu í verslun okkar að Tryggvabraut 10 á Akureyri. Við opnum dyrnar kl. 8:00 og bjóðum upp á morgunverð að hætti hússins, en fundurinn hefst stundvíslega kl. 08:30

Dagskrá:


08.00 - Við opnum dyrnar

08:30 - Advania býður góðan dag 
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

08:35 -  Hvernig býr maður fyrirtæki undir GDPR?
Kristján Hákonarson, öryggisstjóri Advania greinir frá því hvernig Advania undirbýr ferli og kerfi fyrirtækisins fyrir gildistöku GDPR.

08:55 - Samræmt eftirlit og vottanir á EES svæðinu  
Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður hjá Advel, fjallar um helstu áskoranirnar sem íslensk fyrirtæki munu mæta vegna GDPR. 

09:10 - GDPR, falin tækifæri 
GDPR skapar ekki bara áskoranir, heldur líka fjölmörg tækifæri. Svavar Viðarsson, stjórnendaráðgjafi hjá Advania, ætlar að fjalla um hvernig nýta má undirbúningsvinnuna til að gera innri kerfi og ferla enn skilvirkari. 

09:25 - Léttar lyfturæður 
Sérfræðingar Advania fara í örfyrirlestraformi yfir helstu lausnir til að bregðast við GDPR.

09:45 - Berrassaður í stórstormi
Hrannar Pétursson - ráðgjafi og fyrrverandi upplýsingastjóri Vodafone fjallar um hvernig er að standa í stórstormi eftir kerfisfrávik. 


Að loknum fundi verða helstu ráðgjafar Advania til taks og reiðubúnir að svara spurningum. 

Fundurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á skrifstofu okkar á Akureyri. Smelltu hér til að skrá þig á fundinn sem fer fram á Akureyri.Skráningarfrestur er runninn út