Morgunverðarfundur: Uppfærsla á Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins

Farið verður yfir helstu breytingar á kerfinu og nýjar skýrslur kynntar

Dagsetning/tími:föstudagur 12. október 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:06:00 föstudagur 12. október
Nánari lýsing:

Á þessum morgunverðarfundi verður farið yfir helstu breytingar á Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins eftir uppfærslu á kerfinu. 

Sérstaklega verður farið yfir breytingar sem varða innskráningarsíðu, upphafssíðu og tilkynningarglugga. Farið verður yfir breytingar á keyrslu- og greiðslusíðum, auk þess sem kynntar verða skýrslur í Ask, en þær munu taka við af Disco skýrslum.

Við opnum dyrnar kl. 08:00 og fundurinn hefst stundvíslega kl. 08:30. Að sjálfsögðu bjóðum við upp á morgunverð að hætti hússins. Fundarlok eru kl. 10:00

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á skrifstofu Advania á Akureyri. 

Skráningarfrestur er runninn út