Morgunverðarfundur: Stafrænar ógnir og öryggisvitund

Á fundinum verður fjallað um netöryggi og þær stafrænu ógnir sem steðja að fyrirtækjum í dag. Við heyrum reynslusögu Arctic Trucks sem varð fyrir þaulskipulögðum tölvupóstblekkingum, sérfræðingur í nýstofnaðri netbrotadeild lögreglunnar segir frá algengum aðferðum sem beitt er við blekkingar og sérfræðingar sem annast fræðslu og öryggi fyrirtækja segja frá forvörnum og verklagi sem dregur úr áhættu.

Dagsetning/tími:föstudagur 22. febrúar 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:07:00 föstudagur 22. febrúar
Nánari lýsing:

Á fundinum verður fjallað um netöryggi og þær stafrænu ógnir sem steðja að fyrirtækjum í dag. Ábyrgðin á að verjast stafrænum ógnum færist sífellt á fleiri starfsmenn fyrirtækja og því getur fræðsla og öryggisvitund mannauðsins skipt sköpum. Langflest tölvuinnbrot hefjast með því að starfsmaður er blekktur.
Rætt verður um stafrænar ógnir frá ólíkum sjónarhornum. Við heyrum reynslusögu Arctic Trucks sem varð fyrir þaulskipulögðum tölvupóstblekkingum, sérfræðingur í nýstofnaðri netbrotadeild lögreglunnar segir frá algengum aðferðum sem beitt er við blekkingar og sérfræðingar sem annast fræðslu og öryggi fyrirtækja segja frá forvörnum og verklagi sem dregur úr áhættu.

Fundurinn fer fram föstudaginn 22. febrúar í höfuðstöðvum Advania að Guðrúnartúni 10 í Reykjavík. Við opnum dyrnar kl. 8:00 og bjóðum upp á morgunverð að hætti hússins, en fundurinn hefst stundvíslega kl. 08:30.

Fundarstjóri er Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania.


Dagskrá:

08.00 - Húsið opnar

08.30 - Velkomin

Ægir Már Þórisson forstjóri Advania setur fundinn

08.35 - Að vera blekktur

Herjólfur Guðbjartsson forstjóri Arctic Trucks lýsir því hvernig svikahrappar stálu nærri 40 milljónum af viðskiptavini fyrirtækisins með blekkjandi tölvupóstum. Svikin virtust vera þaulskipulögð og liðu þrjár til fjórar vikur þar til Arctic Trucks uppgötvaði blekkingarnar. Herjólfur segir frá þessari óþægilegu reynslu og hvernig fyrirtækið þurfti að breyta verkferlum eftir hana.

08.55 - Þaulskipulagður iðnaður sem veltir milljörðum

Jökull Gíslason sérfræðingur í nýstofnaðri netbrotadeild lögreglunnar segir frá aukinni áherslu lögreglunnar á rannsóknir netglæpa. Hann fjallar um þann þaulskipulagða iðnað sem stendur að baki mörgum þeirra netbrota sem Íslendingar hafa orðið fyrir að undanförnu og hvað það er sem veldur mestu tjóni.Hann segir frá máli þar sem sendir voru út póstar í nafni lögreglunnar til að villa um fyrir fólki og hvaða leiðir lögreglan hefur til að bregðast við slíku svindli.

09.15 - Máttur forvarnafræðslu

Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri AwareGo fjallar um hvernig einföld fræðsla getur stuðlað að auknu öryggi fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið AwareGO framleiðir stutt öryggisfræðslumyndbönd með skilaboðum til starfsmanna um hvernig eigi að varast þjófnað á rafrænum gögnum, verja og geyma viðkvæm gögn og vera vakandi fyrir helstu ógnum. Notendur AwareGo eru fleiri en tvær milljónir starfsmanna í  fyrirtækjum út um allan heim.

09.35 - Öryggisvitund starfsfólks

Elísabet Árnadóttir stjórnendaráðgjafi hjá Advania Advice segir frá því hvernig fyrirtæki geta byggð upp öryggisvitund starfsfólks á heildstæðan hátt og hvaða verklag hefur gefið góða raun. 

09:55 - Dagskrá lýkur


Skráningarfrestur er runninn út