Étur stafræna byltingin börnin sín?

Étur stafræna byltingin börnin sín?

Fyrirtæki sem ekki standast nútímakröfur neytenda eiga á hættu að tapa viðskiptavild og sölu, en hvernig eiga rótgróin fyrirtæki að mæta breyttum veruleika?  

Dagsetning/tími:föstudagur 08. desember 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:16:00 fimmtudagur 07. desember
Nánari lýsing:

Stafræn umbreyting snýst ekki bara um að geta kynnt og selt vöru í stafrænu miðlum heldur þarf öll virðiskeðjan að verða stafræn; frá þróun, pöntun, sölu, dreifingu og afhendingu. Stjórnendur fyrirtækja eru því knúnir til að endurskoða verkferla og viðskiptamódel.  

Á þessum morgunverðarfundi ætlum við að fjalla um lausnir og leiðir sem gera þér kleift að auka verðmætasköpun. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni 10 í Reykjavík og verður sýndur í beinni útsendingu í verslun Advania á Akureyri

Dagskrá

8.30 – Velkomin til Advania - Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

8.35 – Tækifæri morgundagsins, lærdómur frá Sime - Sesselía Birgisdóttir, markaðsstjóri Advania
Á hverju ári koma helstu leiðtogar og stjórnendur fyrirtækja í norðurhluta Evrópu saman á tækniráðstefnunni Sime og fræðast þar um helstu strauma og stefnur. Sesselía var viðstödd ráðstefnuna sem fram fór í síðstliðnum mánuði og núna ætlar hún að miðla því helsta sem þar kom fram.  

8.45 – Notum gögnin til að veita framúrskarandi þjónustu - Guðmundur Guðnason, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Icelandair

9:00 – Sjö skref stafrænu vegferðarinnar – Svavar Viðarsson, stjórnendaráðgjafi hjá Advania
Svavar hefur áratuga reynslu af stjórnendaráðgjöf og hefur sérhæft sig í að veita ráðgjöf og leiðsögn við stafræna umbreytingu á innviðum og ferlum fyrirtækja. Hann hefur starfað með fjölda alþjóðlegra fyrirtækja á borð við LEGO, Grundfos, Coca-Cola og JYSK.  

9:15 – Óvissa í rekstrarumhverfi – Catherine Elisabet Batt, Phd nemi við Háskólann í Reykjavík
Catherine fjallar um helstu niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á haustmánuðum 2017. Rannsóknin skoðaði meðal annars rekstrarróvissu íslenskra fyrirtækja.  Catherine er doktorsnemi og stundarkennari við Háskólann í Reykjavík. 

9:30 – Hvaða áskoranir fylgja stafrænu byltingunni? - Edda Blumenstein, Omni channel
Edda ætlar að fjalla um helstu áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir við innleiðingu á Omni channel. Hún er ráðgjafi hjá Strategíu og vinnur nú að doktorsrannsókn í innleiðingu fyrirtækja á Omni Channel Strategy. 

9:45 – Augljós tækifæri - Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar
Kjartan veltir fyrir sér stöðu innlendrar netverslunnar. Hvað vöxtur í netverslun þýði fyrir hefðbundna verslun í landinu. Hver hefur þróunin verið síðustu fimm ár.

10:00 – Dagskrárlok

Skráningarfrestur er runninn út