Morgunverðarfundur: Er vefverslunin þín ósýnileg?

Ef þú vilt auka þekkingu þína á rekstri vefverslana og forðast algeng mistök, er fundurinn einmitt fyrir þig! Viðskiptavinir Advania sem reka vefverslanir mæta mörgum áskorunum á háannatíma. Nú þegar jólaverslunin stendur sem hæst, viljum við blása til opins morgunverðarfundar um hvernig standa megi vel að vefverslun. Á fundinum deila sérfræðingar og reynsluboltar í vefverslun góðum ráðum. Öflug vefverslun getur verið mikil þjónustuaukning við viðskiptavini. En það er ekki nóg að stilla upp verslun á vefnum og halda að hún sjái bara um sig sjálf. Mikilvægt er að vefverslunin virki sem eins konar opið samtal við viðskiptavini. Það þarf að hlúa að versluninni af sömu natni og hefðbundnum verslunarrýmum.

Dagsetning/tími:föstudagur 07. desember 08:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10
Skráningu lýkur:10:09 föstudagur 07. desember
Nánari lýsing:

Fyrirtæki sem að reka vefverslanir mæta mörgum áskorunum á háannatíma. Nú þegar jólaverslunin nær hámarki blásum við til fundar þar sem sérfræðingar gefa góð ráð um hvernig standa megi vel að rekstri og auka sýnileika vefverslana. 

Ef þú vilt auka þekkingu þína og forðast algeng mistök, er fundurinn einmitt fyrir þig!

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni 10 í Reykjavík og verður sýndur í beinni útsendingu í verslun Advania á Akureyri. 

Dagskrá

8.30  Velkomin til Advania - Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

8.35  Ör þróun í netverslun framundan - Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. 

Íslendingar eru styttra á veg komnir  í netverslun en nágrannaþjóðirnar og því innistæða fyrir hraðri þróun á komandi árum. Árni fer yfir þæröru breytingar sem verslun stendur frammi fyrir um þessar mundir. Með aukinninetverslun, jafnt innlendri og erlendri, breytist samkeppnisstaðaverslunarfyrirtækja, menntunarþörf verslunarfólks og hlutverk verslana.

8.55   Vöruleit ja.is  - Dagný Laxdal, sviðsstjóri viðskiptalausna Ja.is

Yfir 350 íslenskar vefverslanir og vöruframboð þeirra eru nú aðgengilegar á Já.is. Dagný fer yfir nýja vefinn, fyrstu viðbrögð við honum og það sem er framundan. 

9:15   Vannýtt tækifæri - Þóranna K. Jónsdóttir , markaðs- og kynningarstjóri samtaka verslunar og þjónustu. 

Er tölvupóstur og efnismarkaðssetning vannýttustu tæki íslenskra vefverslana?

9:35  Sýnileiki netverslana í leitarvélum – Styrmir Másson, sérfræðingur í  markaðssetningu hjá Sahara. 

Umferð inn á vefsíður kemur fyrst og fremst í gegnum leitarvélar. Mikilvægt er því að fyrirtæki  hugi vel að sýnileika á vörum og þjónustu í leitarvélum. Í erindinu veitir Styrmir nokkur hagnýt ráð um markaðssetningu netverslana.

10:00 – Dagskrárlok

Skráningarfrestur er runninn út