Öryggisstefna

Ein verðmætasta eign sérhvers fyrirtækis er orðspor þess. Í tilfelli Advania hefur fyrirtækið lofað viðskiptavinum sínum að standa vörð um öryggi gagna þeirra og þess búnaðar sem þau eru rekin á. Því er sérhverju fyrirtæki mikilvægt að marka sér skýra stefnu hvað varðar öryggis- og gæðamál í því skyni að standa vörð um ímynd sína og orðspor.

 

Öryggisstefna Advania

  • Að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa.
  • Að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir rétta aðila með öruggum hætti.
  • Að tæknileg framþróun þeirra auki en dragi ekki úr metnum öryggiskröfum.
  • Að fylgja góðum viðskiptaháttum, landslögum og persónuvernd til að tryggja hagsmuni viðskiptavina.
  • Að starfrækja skilvirk aðgangsöryggiskerfi að húsnæði og upplýsingakerfum fyrirtækisins með það að markmiði að vernda gögn og búnað gegn rekstrartruflunum, misnotkun, þjófnaði, skemmdarverkum, glötun o.s.frv.