Samfélagsstefna

Advania tekur virkan þá í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi. Við tengjum samfélagsmálin gildunum okkar og endurskoðum málefnin á tveggja ára fresti, þannig endurmetum við stöðugt hvernig við getum helst orðið að liði í samfélaginu.

SKB

Öll börn undir 16 ára aldri sem greinast með krabbamein, fá fartölvu frá Advania til að fylgjast vel með í skólanum og halda góðum samskiptum við fjölskyldu og vini.

KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands nýtur stuðnings Advania. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum til að efla íþróttaiðkun landsmanna og styðja körfuknattleiksliðin til frekari afreka.

HR

Advania styrkir Háskólann í Reykjavík í uppbyggingu náms og samþættingu þekkingar á upplýsingatækni og viðskiptum.