Við eigum bókhaldslausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Lausnirnar okkar byggja á Microsoft Dynamics umhverfinu og hægt er að laga þær sérstaklega að þínum þörfum.

TOK bókhald

Einföld lausn sem nýtir krafta NAV

TOK er sniðið sérstaklega að þörfum smærri fyrirtækja og einyrkja og er með einföldu notendaviðmóti.  Þú getur aðlagað virkni TOK í samræmi við umfang fyrirtækisins þíns og bætt við virkni eftir því sem fyrirtækið þitt vex og dafnar.

TOK er skýjalausn sem fæst í  mánaðarlegri áskrift.

Microsoft Dynamics NAV

Fjárhagskerfi fyrir viðameiri rekstur

Hér er um að ræða alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Kerfið hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum sem starfa á sviði framleiðslu, heildsölu, smásölu, og dreifingar.

Við höfum þróað fjölmargar viðbætur við NAV sem hjálpa þínu fyrirtæki að ná enn betri árangri.

NAV er skýjalausn sem fæst í mánaðarlegri áskrift. 

Microsoft Dynamics AX

Skilvirk og sveigjanleg lausn

AX er alhliða bókhalds- og fjárhagskerfi fyrir fyrirtæki sem eiga í umsvifamiklum rekstri. Lausnin hentar einkum stórum fyrirtækjum sem starfa á sviði framleiðslu, sölu eða þjónustu og hentar vel fyrirtækjum sem eru með rekstur í mörgum löndum.

Fjölmörg sérkerfi eru í boði fyrir Dynamics AX sem gerir þér kleift að laga kerfið fullkomlega að þínum rekstri. 

Við hjá Birgisson höfum treyst Dynamics NAV fyrir rekstrinum okkar í mörg ár og hefur það reynst okkur mjög vel. Þjónustan hjá Advania hefur einnig verið til fyrirmyndar.
Egill Birgisson
Framkvæmdastjóri Birgisson ehf.

Viltu vita meira um bókhaldslausnir?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn