Viðfangsefnin á sviði mannauðsmála eru fjölbreytt, allt frá ráðningu starfsmanns til starfsloka. H3 er heildstætt kerfi með samþættar kerfiseiningar sem hjálpa þér að hámarka árangur og veita þér umfangsmikla og notendavæna yfirsýn yfir launa- og mannauðsmál. 

H3 - um kerfið

Öll virkni kerfisins miðar að því að veita notendum skýra yfirsýn og spara þeim tíma þegar kemur að umsýslu mannauðsmála. 

Viðmót H3 er einfalt og notendavænt, og þú getur hagað umfangi kerfisins eftir þínum þörfum. H3 er heildstæð lausn og byggir á samþættum kerfiseiningum sem þýðir einfaldlega að einingarnar "tala saman" og veita þér skýra heildaryfirsýn.

Þetta virkar t.d. þannig að þegar þú hefur ákveðið að ráða tiltekinn aðila til starfa, þá færast allar upplýsingar um viðkomandi úr H3 Ráðningar, yfir í aðrar kerfiseiningar á borð við H3 Mannauð og H3 Laun. Með þessu sparast tími en auk þess minnka líkur á innsláttarvillum.

Helstu kostir

  • Betri yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar.
  • H3 auðveldar eftirfylgni eftir nauðsynlegum gögnum um starfsmenn. 
  • Rafrænn skjalaskápur verndar viðkvæm starfsmannagögn.
  • Skýrslur og greiningarvirkni veitir stjórnendum betri yfirsýn við ákvarðanatöku.
  • Öflugar aðgangsstýringar tryggja að rétta fólkið fær aðgang að viðeigandi upplýsingum og aðgerðum. 
  • Auðvelt er að rekja aðgerðir í kerfinu og framkvæma leiðréttingar. 
Fjárfesting FoodCo í H3 lausnum sparaði félaginu mikinn tíma við utanumhald á mannauðsmálum, útborgun launa, skráningu gagna, skýrslugerð og upplýsingagjöf til starfsmanna.
Herwig Syen
Mannauðsstjóri, FoodCo

H3 - kerfiseiningar

1
8

Virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda alla launavinnslu, spara tíma, auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar. Kerfið hentar bæði fyrir starfsmenn á tímakaupi og mánaðarlaunum. Kerfið vistar útreikning á launum niður í smæstu einingar. 

Tengingar við önnur kerfi er auðveld. Kerfið tekur á móti tíma- og launafærslum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra bókhaldskerfa. Einnig er hægt að framkvæma rafrænar skilagreinar á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum og launamiðum. 

Áætlanir í H3 launakerfinu umbreytir vinnulagi við launaáætlanagerð og eykur kostnaðarvitund og sjálfstæði stjórnenda.

Kerfið gerir notendum mögulegt að framkvæma faglegar, nákvæmar og áreiðanlegar launaáætlanir sem sparar tíma og fyrirhöfn. 

H3 Mannauð er hægt að laga að stærð, umfangi, starfsmannaveltu og viðfangsefni fyrirtækja. Kerfið er hannað til að halda utan um allar upplýsingar um starfsmenn hvort sem er persónulegar upplýsingar eins og nafn, heimili, fæðingardaga. Einnig veitir kerfið yfirlit yfir þekkingu, hæfileika, kunnáttu og aðstandendur viðkomandi starfsmanns.

Í kerfinu má skrá og fylgja eftir verkefnum tengdum skráðum starfsmanni, þekkingarþörf, markmiðum, starfsþróun, frammistöðu, mætingu, hrósum eða kvörtunum. Einnig getur kerfið haldið utan um vörslur starfsmannanna eins og síma, fartölvur, einkennisfatnað og aðgangskort. Kerfið sendir áminningu ef skil á vörsluhlutum er ábótavant. 
Gefur fyrirtækjum kost á að halda utan um allt ráðningarferlið frá því að starf er auglýst þar til umsækjandi hefur verið ráðin til starfa. Kerfið auðveldar úrvinnslu umsókna og eykur yfirsýn yfir sjálft ráðningarferlið.

Kerfið er í notendavænu viðmóti og hentar bæði stærri sem og smærri fyrirtækjum. Umsóknir vistaðar í rafrænum skjalaskáp. Aðgangsstýring veitir einungis viðeigandi aðilum aðgang að gögnum. Sérstök stjórnendagátt auðveldar stjórnendum val á hæfasta umsækjandum.

H3 Ráðningar gefur fyrirtækjum kost á að halda skipulega utan um allt ráðningaferlið, auðveldar úrvinnslu umsókna og eykur yfirsýn yfir ráðningaferlið. Þetta minnkar líkur á að missa af hæfum umsækjendum, en stór hluti velgengni er fólginn í að velja rétta fólkið í sitt lið.
Kerfiseiningin er til að halda utan um námskeið, fræðslu eða aðrar uppákomur sem eiga sér stað hjá fyrirtækinu. Þannig er á skilvirkan hátt hægt að sinna utanumhaldi námskeiða, ráðstefna, árshátíða eða annarra atburða þar sem þörf er á góðri skipulagningu. 

Notendur geta bæði verið starfsmenn fyrirtækisins sem og utanaðkomandi aðilar sem sækja fræðslu til fyrirtækisins. 

Hægt er að halda utan um búnað og aðföng tengdum viðburðum og fræslu. Einnig býður kerfið upp á yfirlit yfir vottanir og skirteini.

H3 Dagpeningar er heildarlausn þar sem útreikningur dagpeninga er einfaldaður. Útreikningur og uppgjör getur verið fyrir margar ólíkar ferðir og tengt hvaða gjaldmiðli sem er.  Gengi gjaldmiðla er ávallt uppfært og þarf því aldrei að handfæra gengi. 

Allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur á einum stað og hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, áfangastað ofl.  Auðvelt er að fá heildaryfirlit úr kerfinu og sparar það vinnu við skýrslu -og framtalsgerð. Kerfið býður upp á rafræna kvittun þegar greiðslur hafa verið framkvæmdar. 

Kerfið býður upp á öfluga aðgangastýringu. Mögulegt er að leyfa einstökum starfsmönnum aðgang að dagpeninga greiðslum án þess að viðkomandi hafi aðgang að öðrum hlutum kerfisins. 

Viðbót sem leyfir öðrum kerfum (t.d. Vinnustund, Tímon, Bakverði og MTP) að nýta sér gögn úr H3 kerfum fyrirtækisins. Aðgangsstýring sem gefur einungis aðgang að þeim upplýsingum sem óskað er eftir og eingöngu til þeirra aðila sem hafa heimild til að sjá viðkomandi upplýsingar. 

Dæmi um notkunarmöguleika: Símaskrá, afmælisdagar starfsmanna, starfsafmæli, lista yfir nýjustu starfsmenn.

H3 Vefþjónustur er sjálfstæður hluti að H3 mannauðslausninni sem hægt er að tengja við önnur H3 kerfi. 

Tengdu H3 lausnirnar saman við önnur mannauðskerfi með samþættingarviðbótinni og útrýmdu þannig tvískráningum. H3 Samþættingar dreifir og samræmir gögn á milli mismunandi kerfa frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum. Lausnin virkar þannig vel fyrir t.d. fyrir önnur bókhalds-, vefviðhalds-, mannauðs-, og tímaskráningarkerfi. Þetta kemur í veg fyrir margskráningu upplýsinga, minnkar líkur á villum og lámarkar kostnað við viðhald á gögnum. 

Samþættingar þjóna bæði stórum og smærri notendum sem vilja auka skilvirkni á milli kerfa. H3 Samþættingar er því lausn fyrir fyrirtæki sem hafa þörf fyrir samþættingu ólíkra hugbúnaðarkerfa eða vilja tengjast á rafrænan hátt kerfum sem senda gögn sín á milli. 

Fyrri flipi
Næsti flipi
Fjárfesting Kaffitárs í H3 ráðningarkerfinu hefur svo sannarlega sparað mikinn tíma þar sem allt utanumhald tengt umsóknum og ráðningum er mun skilvirkara núna.

Advania skólinn

Advania skólinn býður upp á margvísleg námskeið og þjónustu, sem miðar að þjálfun og fræðslu fyrir notendur. Þjónusta sem þessi er ýmist veitt samkvæmt óskum viðskiptavina eða að frumkvæði Advania.

Hafa samband vegna H3 launa- og mannauðskerfis

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn