Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Kerfið hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum sem starfa á sviði framleiðslu, heildsölu, smásölu, og dreifingar.

NAV í áskrift - Einföld lausn, meiri ávinningur

 • Allar uppfærslur innifaldar – notendur eru því alltaf með nýjustu útgáfuna
 • Enginn stofnkostnaður í hug- og vélbúnaði
 • Meiri sveigjanleiki - auðvelt að breyta fjölda áskriftarleyfa
 • Enginn kostnaður vegna hýsingar eða uppfærslu
 • Aukið rekstraröryggi - kerfið er hýst í öryggisvottuðu gagnaveri Advania og öll gögn eru afrituð daglega

Advania er vottaður samstarfsaðili Microsoft

Advania er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft og því traustur þjónustuaðili með Microsoft lausnir. Advania varð fyrir valinu sem samstarfsaðili ársins 2018 á Íslandi.
2018PartneroftheYear.png
Advania-Gull-jan-2018.jpg

Hvað er innifalið í grunnuppsetningu?

 • Fjárhagskerfi
 • Eignakerfi
 • Viðskiptamanna- og sölukerfi
 • Lánardrottna- og innkaupakerfi
 • Birgðakerfi
 • Verkbókhald
 • Forðakerfi
 • Starfsmannakerfi
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja (með sömu eignaraðild)

Áskriftarleiðir

Silfur - Mynd

Silfur

NAV Silfur inniheldur alla grunnvirkni Microsoft Dynamics NAV, m.a. fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- og sölubókhald, og lánardrottna- og innkaupakerfi.
Eigindi fyrir
Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Kerfið hentar öllum fyrirtækjum, óháð stærð, sem eru í framleiðslu-, heildsölu-, smásölu-, dreifingu- og þjónustu.
Þrjú sérkerfi eru innifalin í bankalausnum. Afstemmingar, Innheimta og Greiðslur. Sérkerfin gera öll bankasamskipti skilvirkari og öruggari.
Með reikningagátt Advania getur þú sent og móttekið rafræna reikninga. Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.
Hægt er að sækja upplýsingar um nöfn og heimilisföng viðskiptavina og lánardrottna út frá kennitölu og tryggja þannig rétta skráningu þessara upplýsinga frá upphafi í NAV.
Með NAV fylgir tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við NAV og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa notandaaðgang. Lesaðgangur virkar því ekki með posatengingunni.
Með hverri uppsetningu af NAV fylgir einn frír aðgangur fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila sem sinnir bókhaldi eða endurskoðun fyrir fyrirtækið þitt.
NAV í áskrift er sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra NAV áskrifenda. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg.
Áskrifendur fá aðgang að NAV í áskrift án þess að innheimt sé fyrir grunnuppsetningu á hugbúnaðinum gegn umsömdum binditíma.
Auðvelt er að standa skil á VSK með rafrænum hætti í kerfinu.
Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru.
Hægt er að óska eftir því að ráðgjafar Advania aðstoði við uppsetningu á launahluta NAV í áskrift. Greitt er sérstaklega fyrir þessa aðstoð en innifalið í því verði er einnig aðstoð við fyrstu útborgun. Aðstoð við uppsetningu innifelur kennslu við að stofna launaþega, kjarasamning og að stilla af einn lífeyrissjóð. Þá er kennsla við að stofna starf á launþega, mynda útborgun og senda skilagreinar. Gjald fyrir þessa uppsetningu er 149.000,- kr. án vsk.

Reiknaðu þitt verð

Viðbætur

Mánaðargjald áskriftar

11.400 kr. án vsk
Kaupa áskrift
Gull - Mynd

Gull

NAV Gull inniheldur alla þá virkni sem er til staðar í NAV Silfur en til viðbótar er öflugt launakerfi þar sem hægt er að halda utan um launþega, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur, o.s.frv.
Eigindi fyrir
Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Kerfið hentar öllum fyrirtækjum, óháð stærð, sem eru í framleiðslu-, heildsölu-, smásölu-, dreifingu- og þjónustu.
Þrjú sérkerfi eru innifalin í bankalausnum. Afstemmingar, Innheimta og Greiðslur. Sérkerfin gera öll bankasamskipti skilvirkari og öruggari.
Með reikningagátt Advania getur þú sent og móttekið rafræna reikninga. Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.
Hægt er að sækja upplýsingar um nöfn og heimilisföng viðskiptavina og lánardrottna út frá kennitölu og tryggja þannig rétta skráningu þessara upplýsinga frá upphafi í NAV.
Með NAV fylgir tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við NAV og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa notandaaðgang. Lesaðgangur virkar því ekki með posatengingunni.
Með hverri uppsetningu af NAV fylgir einn frír aðgangur fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila sem sinnir bókhaldi eða endurskoðun fyrir fyrirtækið þitt.
NAV í áskrift er sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra NAV áskrifenda. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg.
Áskrifendur fá aðgang að NAV í áskrift án þess að innheimt sé fyrir grunnuppsetningu á hugbúnaðinum gegn umsömdum binditíma.
Auðvelt er að standa skil á VSK með rafrænum hætti í kerfinu.
Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru.
Hægt er að óska eftir því að ráðgjafar Advania aðstoði við uppsetningu á launahluta NAV í áskrift. Greitt er sérstaklega fyrir þessa aðstoð en innifalið í því verði er einnig aðstoð við fyrstu útborgun. Aðstoð við uppsetningu innifelur kennslu við að stofna launaþega, kjarasamning og að stilla af einn lífeyrissjóð. Þá er kennsla við að stofna starf á launþega, mynda útborgun og senda skilagreinar. Gjald fyrir þessa uppsetningu er 149.000,- kr. án vsk.

Reiknaðu þitt verð

Viðbætur

Mánaðargjald áskriftar

13.900 kr. án vsk
Kaupa áskrift

Þú getur líka fengið NAV án áskriftar

Þótt kostir þess að nota Microsoft Dynamics NAV í mánaðarlegri áskrift séu margvíslegir geta alltaf verið tilfelli þar sem staðbundin lausn hentar betur. Fyrir þá sem þurfa slík úrræði bjóðum við einnig staðbundnar útgáfur af NAV. 

Ráðgjafar okkar og forritarar búa yfir mikilli þekkingu á NAV og hópurinn okkar hefur gríðarlega reynslu þegar kemur að uppsetningu og innleiðingu kerfisins. Við getum aðstoðað þig við að finna bestu leiðina til að hámarka ávinning þinn.

Hafa samband

Sendu okkur línu ef þig vantar sérsniðið tilboð án áskriftar

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn

Þjónustusamningur

Með því að vera á þjónustusamningi tryggja viðskiptavinir sér betri kjör af ákveðnum þjónustuþáttum og fá aðgang að kennslumyndböndum. 

 

Hvað kostar þjónustusamningur?
Heildarverð þjónustusamnings fer eftir fjölda notenda og lesaðganga sem tengjast áskriftarleiðinni sem er valin.

NAV Silfur
Notandi með full réttindi: 3.500,- kr. án vsk

NAV Gull
Notandi með full réttindi: 4.000,- kr. án vsk.

NAV lesaðgangur
Notandi með lesaðgang: 2.000,- kr. án vsk.

 • Símtöl í þjónustuver NAV á opnunartíma*
 • 15% afsláttur af gildandi gjaldskrá útseldrar vinnu
 • 30% afsláttur af námskeiðum
 • Aðgangur að kennslumyndböndum
 • Aðgangur að stuttum kennslustundum á netinu
 • Fréttabréf

* Kennsla í gegnum þjónustuver er ekki innfalin í þjónustusamningi.

Við hjá Birgisson höfum treyst Dynamics NAV fyrir rekstrinum okkar í mörg ár og hefur það reynst okkur mjög vel. Þjónustan hjá Advania hefur einnig verið til fyrirmyndar.
Egill Birgisson
Framkvæmdastjóri, Birgisson ehf.

Einingar í Einingar í - mynd

1
4
Kerfið hentar jafnt minni sem stærri fyrirtækjum. NAV laun er í stöðugri þróun með tilliti til óska viðskiptavina. Auðvelt er að gera leiðréttingar á launakeyrslu sem eru í vinnslu og einstaklega þægilegt er að ferðast í kerfinu út frá vinnuborðum.

NAV Launakerfið heldur utan um almennar upplýsingar um launþegann, laun, launatengd gjöld, orlof, kröfur og starfsaldur ásamt fleiru. Mögulegt er að tengja kerfið við önnur kerfi í Microsoft Dynamics NAV og líka við þau tímaskráningakerfi sem eru á markaði í dag.
NAV Innflutningur heldur utan um tollskýrslur og verðútreikning, en kerfið hjálpar þér að tryggja að innflutningur vöru gangi hratt og örugglega fyrir sig. Tengingin við Microsoft Dynamics NAV auðveldar allt eftirlit með verðbreytingum og kostnaðarverði vöru, auk þess sem bókanir reikninga flytjast snurðulaust á lánardrottna, fjárhag og birgðir.
NAV Bankalausn er viðbót sem einfaldar bankaviðskipti til muna og gerir notendum kleift að lesa reikningsyfirlit, senda innheimtukröfur, greiða reikninga og gera aðrar millifærslur beint með NAV.

Advania býður íslenskum fyrirtækjum uppá laun á rafrænum samskiptum með með EDI-þjónustu. Mörg fyrirtæki á sviði inn- og útflutnings sem eiga samskipti við tollayfirvöld hafa notfært sér þennan búnað og eru kostirnir ótvíræðir. Öll skráning fer fram á einum stað og lítil sem engin hætta er á ósamræmi á milli EDI-aðila

Með EDI eru gögn mun fljótari að berast á milli fyrirtækja og þannig er komið í veg fyrir að fylgiskjöl fari á flakk. Þegar reikningur frá vörubirgja hefur borist um EDI á bara eftir að skoða hann og bóka með einum smelli.

NAV EDI Rafræn samskipti eru að full samhæfð Microsoft Navision.
Lausnin er einföld í notkun, sýnir ávallt stöðu sendinga og tryggir öryggi í samskiptum.
Fyrri flipi
Næsti flipi

Dynamics NAV aukaefni

Virðisaukaskattur, rafræn skil, skýrslur og afstemming í NAV

Fjallað er um virðisaukaskattskýrslur í Dynamics NAV kerfinu og ýmis atriði tengd þeim. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að standa skil á virðisaukaskatti rafrænt.

NAV námskeið í Advania skólanum

Advania skólinn býður upp á margvísleg námskeið og þjónustu, sem miðar að þjálfun og fræðslu fyrir notendur. Þjónusta sem þessi er ýmist veitt samkvæmt óskum viðskiptavina eða að frumkvæði Advania.

Spurt og svarað

Hægt er að óska eftir tímabundnum prufuaðgangi að NAV með því að fylla út umsóknarform. Uppsetning á prufuaðgangi getur tekið 2-3 virka daga.

Ekki er greitt fyrir fyrstu 100 mb í skjalavistun í NAV en eftir það er greitt skv. meðfylgjandi töflu.

Magn (Mb) Mánaðarverð   m/vsk
100 0,- kr.
100-1000 395,- kr.
1001-2500 695,- kr.
2501-5000 995,- kr.
5000-10000 1.395,- kr.
>10000 Sérverð

 

Einu sinni á dag eru öll gögn afrituð og þau geymd í 90 daga. Hins vegar er það á ábyrgð viðskiptavinar að taka reglulega afrit af gögnum og geyma skv. kröfum um varðveislu bókhaldsgagna.
Binditími er 12 mánuðir frá umsókn eftir það 1 mánuður og hefst uppsagnarfrestur við mánaðamótin eftir að uppsögn berst. Uppsögn skal vera skrifleg og berast með sannanlegum hætti.

Villulýsing

Í örfáum tilvikum hafa komið upp villuskilaboð eftir að Windows biðlari hefur verið settur upp á útstöð. Villuskilaboðin innihalda eftirfarandi villuskilaboð:

The client could not establish a connection to the Microsoft Dynamics NAV Server. 
FaultCode = 'InvalidSecurity' 
Reason = 'An error occurred when verifying security for the message.'

Lausn

Villan virðist koma upp þegar frávik á tímastillingum á útstöð og NAV þjóni (server) er töluverður. Í flestum tilvikum orsakast þetta af röngum tímastillingum á útstöð. Til þess að leysa þetta vandamál er skynsamlegast að láta útstöð uppfæra tíma sjálfvirkt.

Um varðveislu gagna gilda notendaskilmálar NAV í áskrift sem samþykktir eru við kaup á þjónustunni.

Í skilmálunum, undir lið nr. 9, kemur eftirfarandi texti fram varðandi varðveislu gagna eftir uppsögn.

„Advania varðveitir ekki gögn viðskiptavinar eftir að áskrift er sagt upp eða lýkur með öðrum hætti. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, eins og t.d. varðveisla bókhaldsgagna á grundvelli laga um bókhald, skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að varðveita sjálfur eintök af þeim gögnum. Við lok áskriftar getur viðskiptavinur óskað eftir afriti af gögnum, gegn greiðslu í samræmi við almenna gjaldskrá eins og hún stendur á hverjum tíma. Slík ósk þarf að berast eigi síðar en 30 dögum eftir að áskrift lýkur. “

Hér er að nálgast notkunarskilmála NAV í áskrift.

Umhverfið og gögnin
Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskipta- og upplýsingalausn með einföldu notendaviðmóti.

NAV í áskrift er innlend skýjalausn þar sem umhverfið og gögnin eru hýst í fullkomnu og öruggu hýsingarumhverfi hjá Advania í Hafnarfirði, vottað með ISO 27001 vottuninni.

Sameiginlegt ský
NAV í áskrift er svokölluð sameiginleg skýjalausn, sem þýðir að stýrigögn eru sameiginleg á milli allra áskrifenda í þjónustunni. Þó verður að hafa í huga að gögn hvers og eins áskrifenda eru aðskilin og örugg. 

Með þessari uppsetningu verður öll umsjón skilvirkari fyrir Advania, sem skilar sér aftur til áskrifenda í lægri mánaðargjöldum. NAV er því uppfært sjálfkrafa hjá öllum áskrifendum þegar Microsoft gefur út nýjar útgáfur af NAV. Forsenda fyrir því að þetta sé mögulegt er að engar sérbreytingar/aðlaganir séu framkvæmdar á grunnkerfi NAV né sérkerfum Advania.


Biðlarar
Eftir að öll formsatriði hafa verið kláruð og umhverfið hefur verið stofnað fær viðskiptavinur sendar upplýsingar um hvernig setja má upp viðmótið. Hægt er að opna kerfið með fernum hætti.

 • Windows biðlara
 • Vefbiðlara
 • Spjaldtölvubiðlara
 • Símabiðlara

NAV forritið keyrir á Windows tölvum
Til að setja NAV upp á Windows tölvu er einfaldlega sett inn vefslóð í vafra sem vísar á uppsetningarsíðu. Viðskiptavinir fá þessa vefslóð senda frá Advania.

Nota má NAV í vafra
Nota má NAV í venjulegum vafra. Það þýðir að hægt er að nálgast NAV og vinna í forritinu í nánast hvaðan sem er. Ekki er því lengur þörf á tengingum í gegnum terminal og vpn líkt og var hér áður fyrr.

Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá

Uppfletting í þjóðskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

Uppfletting í fyrirtækjaskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.

Skeytamiðlari

Skeytagjald er 30 kr. pr. skeyti án vsk.

 

Microsoft Dynamics NAV er sett upp á tölvu með Windows hugbúnaði líkt og um hvern annan hugbúnað er að ræða. Hugbúnaðurinn er keyrður upp með hefðbundnum hætti.

Hægt er að nota vefútgáfu af Microsoft Dynamics NAV. Vefútgáfuna er hægt að nálgast með því að slá inn vefslóð í vafra og skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Windows biðlara.
Frá og með NAV 2013 útgáfunni voru kynntar nýjar tegundir af notendaleyfum, leyfi sem fela í sér töluverða breytingu frá fyrri útgáfum. 

Hægt er að fá notanda sem er með takmarkaða virkni. Varðandi verð á slíkum notanda er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á navaskrift@advania.is.

Takmarkaður notandi (e. Limited user)
 • Lesréttindi að öllu stöðluðum kerfiseiningum í Microsoft Dynamics NAV hvort sem um er að ræða í gegnum forrit eða vafra. 
 • Skrifaðgangur í að hámarki þrjár töflur að undanskildum fjárhagshreyfingum. Sem dæmi: sölumaður með aðgang að stofnun nýrra viðskiptavina, stofnun nýs tilboðs eða nýrrar sölupöntunar.

 

Ekki er hægt að setja Windows biðilinn upp á Apple tölvum nema Windows sé á tölvunni. Hægt er að keyra Windows á Apple tölvum annars vegar í gegnum Boot camp eða með því að setja upp Windows sýndarvél á Apple tölvunni. Vsml. sendu okkur fyrirspurn varðandi nánari upplýsingar.

Hægt er að nota NAV í gegnum vafra í Apple tölvum.

Hafðu samband við okkur varðandi Microsoft Dynamics NAV

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn