Stafræn ráðstefnulausn

Færðu þinn viðburð í netheima með einfaldri og notendavænni lausn.

 

Vandamál nútímans kalla á nútímalegar lausnir

Er heimsfaraldurinn að koma í veg fyrir að þú getir haldið viðburði eða ráðstefnur? Advania hefur þróað lausn til að halda stafræna viðburði, ráðstefnur og kynningar. Um er að ræða sjónrænan heim sem skapar sterka upplifun fyrir þátttakendur. Lausnin býður upp á gagnvirkni og margskonar möguleika til að streyma og miðla efni.

 

 

Kunnuglegt viðmót

Viðmótið er aðgengilegt og notendavænt. Bein útsending er ávallt bara einum smelli frá notandanum og hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrum á sérstakri dagskrársíðu.

Einfalt aðgengi

Innskráning er einföld og þægileg. Gestir skrá sig, fá staðfestingarpóst og hafa strax sjálfkrafa aðgang að ráðstefnunni þegar hún hefst. 

Bein samskipti

Gestir hafa tækifæri til að spyrja spurninga á meðan fyrirlestrum stendur og eru þannig ekki bara að horfa á útsendingu - þeir eru hluti af ráðstefnunni.

Stafræn rými

Ráðstefnur í raunheimum bjóða fólki upp á að hittast í mörgum rýmum. Í netheimum á það auðvitað að vera eins. Hægt er að vera með mörg rými með mismunandi efni og spjallherbergjum fyrir gesti.

Margar tegundir viðburða

Hægt er að nýta lausnina í margar tegundir viðburða sem áður hefði þurft að setja á ís. Sem dæmi má nefna:

  • Aðalfundir þar sem hægt er að kjósa á meðan fundi stendur. 
  • Árshátíðir með mörgum sölum og útsendingum í einu.
  • Ráðstefnur með nokkrum fyrirlestralínum.
  • Stakar útsendingar og/eða fyrirlestraraðir með VOD möguleika.
119101905_3271599392938008_4408744731209503169_o.jpg

Taktu næsta skrefið

Frír fundur með sérfræðingi