Kjarnaeiningar - vinna sem ein heild
Fyrir stjórnandann
Skólakerfi INNU auðveldar stjórnendum skóla að halda utan um nemendur og námsferla þeirra, stundaskrár, einkunnir, kennslukannanir og námskrár. Í kerfinu má einnig finna starfsmannaumsjón og hagnýta tölfræði.
Fyrir kennarann
Skólakerfi INNU auðveldar kennurum að miðla upplýsingum til nemenda sinna. Kennari hefur yfirsýn yfir stundaskrár, viðveruskráningar og sérþarfir nemenda. Hann getur skráð heimavinnu, markmið, einkunnir og verið í rafrænum samskiptum við nemendur.
Fyrir nemandann
Í skólakerfi INNU hafa nemendur yfirlit yfir sín gögn. Þeir geta fylgst með framvindu í námi, séð skráningar yfir skólasókn og fylgst með því sem er framundan í skólanum.
Heildstætt kennslukerfi
INNA er öflugt kennslukerfi sem kennarar geta sniðið að sinni kennslu. Einfalt viðmót til að setja inn og flokka kennsluefni, senda nemendum skilaboð, og minna á verkefnaskil. Verkefna- og prófakerfið er sveigjanlegt. Í því má leggja verkefni fyrir alla nemendur, staka nemendur eða smærri hópa. Einkunnaskráning í kennslukerfinu er tengd námsferli nemanda.
Öflugt umsóknarkerfi
INNA er með umfangsmikið umsóknarkerfi sem getur haldið utan um nám sem þarf að sækja sérstaklega um eða greiða sérstaklega fyrir. Dæmi; kvöldnám, fjarnám eða sértækar námsbrautir. Tengist greiðslusíðum og bókahaldskerfi skóla.
Aðgengi og öryggi
INNA er vefkerfi og því aðgengilegt hvar og hvenær sem er. INNA virkar því jafn vel í tölvu, spjaldtölvu og síma. Allar nýjustu tegundir af vöfrum eru studdir. INNA er hýst í öruggu og vottuðu umhverfi hjá Advania.