Starfsfólkið þitt er auðlind sem við viljum efla
Ánægt starfsfólk er verðmæt auðlind og við viljum búa þannig um að fólkið þitt geti áhyggjulaust einbeitt sér að sínum verkefnum. Við bjóðum traustan tölvubúnað, skilvirkar hugbúnaðarlausnir og greitt aðgengi að notendaaðstoð svo fólkið þitt geti skapað fyrirtækinu þínu aukin verðmæti.
Útstöðva- og notendaþjónusta í áskrift
Sérfræðingar Advania vakta lykilkerfi tölvubúnaðar og fylgjast með að vírusvarnir og uppfærslur stýrikerfa séu í góðu lagi. Sérfræðingar Advania fylgjast einnig með álagi á diska, örgjörva og vinnsluminni véla og hafa samband ef upp koma atvik sem bregðast þarf við.
Með þjónustu Advania ver fyrirtækið sig gegn óvæntum uppákomum í rekstri notendabúnaðar. Ef upp koma atvik sem bregðast þarf við sjá sérfræðingar Advania um fyrstu viðbrögð, bilanagreiningu og úrlausn vandamála.
Þjónustukerfi Advania
Advania þjónustukerfið heldur utan um allar beiðnir starfsmanna er varðar innri tæknimál fyrirtækisins, sem og beiðnir til þjónustuaðila á borð við Advania. Þetta gefur starfsmönnum einfalda leið til að leita aðstoðar hjá UT þjónustunni og fylgjast með framvindu mála í rauntíma.
Kerfið heldur svo utan um og greinir framvindu þessara beiðna til að gefa stjórnendum betri yfirsýn sem svo er hægt að nýta til að innleiða úrbótaverkefni eða bæta ferla fyrirtæksins. Tæknifólk sem starfar í gegnum þetta þjónustukerfi vinnur eftir skýrum ferlum byggðum á ITIL aðferðafræðinni sem tryggir meiri áreiðanleika.

Hugbúnaður í áskrift
Ein besta leiðin til að mæta auknum kröfum er að nota hugbúnaðarlausnir sem hjálpa þér að auka skilvirkni. Við bjóðum úrval lausna sem einfalda reksturinn þinn, eykur öryggi og hjálpar þér að hámarka afkastagetu mannauðsins þíns.
Meðal birgja okkar eru hugbúnaðarrisar á borð við Microsoft og Trend Micro. Það þýðir að við bjóðum upp á fjölbreytt úrval öryggis-, viðskipta- og samskiptalausna á borð við Advania Xgen, Skype, Competella, Microsoft 365 og Dynamics 365. Lausnirnar eru skalanlegar, sem þýðir að það er einfalt að breyta áskriftarleiðum með skömmum fyrirvara eftir því hvað hentar þér best.
Tölvur í áskrift
Uppfyllir tölvubúnaðurinn kröfur starfsmanna þinna til tækni? Uppfyllir tölvubúnaðurinn kröfur fyrirtækisins um öryggi? Getur fólkið þitt unnið hnökralaust við ólíkar aðstæður?
Með tölvubúnaði í áskrift er tryggt að starfsmenn séu ávallt með búnað við hæfi, að búnaðurinn sé uppfærður reglulega, og að starfsmenn þínir fái aðstoð þegar þörf er á. Við bjóðum nokkrar áskriftarleiðir sem eru skalanlegar og taka því mið af þörfum þínum hverju sinni.
Innifalið í pökkunum er tölvubúnaður, vátrygging fyrir vinnustöðina, afhendingarþjónusta og stöðluð uppsetning á vinnustöð.
.png)
Hvaða áskriftarleið hentar þér?
Base
Fyrir aðila sem vilja hafa góða sýn á eigin umhverfi en aðgang að fjarþjónustu Advania.
Standard
Fyrir aðila sem vilja að vel varinn búnað og fá notendaaðstoð Advania við úrlausn algengra rekstrarmála.
Premium
Fyrir aðila sem vilja að öll tækni- þjónusta vegna starfsfólks sé í höndum notendaaðstoðar Advania.