Hýsingarþjónustur

Við sníðum hýsingarþjónustuna eftir þínum þörfum. Við getum tekið á móti búnaði í þinni eigu og séð um rekstur hans í öryggisvottuðum vélasölum okkar, og við getum líka leigt þér búnað, allt eftir því hvað hentar þér best.

Í vélasölum okkar færð þú öruggan aðgang að interneti, varaafli, afritun, öryggisvottuðu umhverfi og sérfræðingum sem geta bæði veitt ráðgjöf og annast allan rekstur upplýsingakerfanna.

Sýndarþjónar og gagnahýsing

Advania rekur þúsundir sýndarnetþjóna sem hýstir eru í öflugu gagnaveri okkar á Íslandi. Öll umsjón með grunninnviðum umhverfisins er í okkar höndum en viðskiptavinir hafa þess kost að sjá sjálfir um rekstur netþjóna og kerfa. 

Við sjáum um uppsetningu og stillingu sýndarþjóna og viðskiptavinur greiðir einungis fyrir þau kerfi sem eru í notkun hverju sinni. Einnig er boðið upp á sjálfsafgreiðsluumhverfi fyrir þá sem vilja meiri stjórn.

Advania býður öfluga og áreiðanlega gagnahýsingu og afritunarlausnir fyrir sýndarumhverfi viðskiptavina. Við höfum á að skipa sérfræðingum í rekstri og umsjón upplýsingakerfa. 

Hýsing vélbúnaðar

Við getum hýst vélbúnaðinn þinn í kerfissal Advania en þar tryggjum við þér aðgang að stoðkerfum; stöðugu rafmagni, stýrðri kælingu, aðgangsstýringu og eldvarnarkerfi. Kerfissalir Advania eru vottaðir samkvæmt ISO 27001 öryggisstaðlinum.

Kerfissalir Advania í Hafnarfirði er mannaður allan sólarhringinn og er hægt að kaupa aukalega aðgengi að tæknimönnum til að framkvæma uppsetningar, viðgerðir og aðra vinnu sem þarf að inna af á staðnum (e. Remote Hands). Utan hefðbundins vinnutíma geta vaktmenn framkvæmt einfalda vinnu í kerfissal, svo sem ef endurræsa þarf búnað, athuga eða færa tengingar og þess háttar. Ennfremur er hægt að leigja geymslupláss fyrir varahluti eða annan aukabúnað.

Þjónustan er ýmist í boði í heilum skápum, sem eru þá alfarið fráteknir fyrir viðskiptavin eða í skápahólfum, þar sem minnsta eining er eitt bil (RU – Rack Unit).

Þjónustan er verðlögð eftir því hve mörg bil búnaðurinn tekur og mældri notkun á rafmagni.

Vefhýsing

Advania er einn stærsti hýsingaraðili hér á landi. Mikil áhersla er lögð á uppitíma, hraða og daglega öryggisafritun gagna. 

Heyrðu í okkur um hýsingarmál

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn