Ráðgjafar okkar á sviði miðlægra lausna hjálpa þér að byggja öruggan grunn fyrir tölvukerfið þitt. Þeir hafa mikla reynslu af ráðgjöf í tengslum við netþjóna, gagnastæður, netbúnað og afritunarlausnir. Við eigum í samstarfi við marga stærstu birgja heims á sviði upplýsingatækni. 

Netþjónar

Advania býður fjölbreytt úrval öflugra netþjóna frá heimsþekktum framleðeindum. Hvort sem ætlunin þín er að keyra umhverfið alfarið á staðnum (On-Premise) eða að hluta til í skýinu eða hjá þjónustuaðila (hybrid), þá eigum við lausnina fyrir þig. 

Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá aðilum eins og HP, Lenovo, SuperMicro og Huawei.

Gagnastæður

Við bjóðum fjölbreyttar lausnir þegar kemur að hýsingu gagna fyrir tölvukerfi og vinnum með stærstu framleiðendum heims að því að tryggja íslenskum fyrirtækjum úrvals lausnir fyrir hýsingu gagna. 

Lausnirnar okkar eru hraðvirkar og stuðla að tryggum og öruggum rekstri tölvukerfa þinna. Lykilbirgi Advania á þessu sviði er Dell EMC en jafnframt bjóðum við lausnir frá aðilum eins og HP, IBM og Huawei.

Converged og HyperConverged

Framleiðendur bjóða í auknum mæli kerfi sem byggja á því að sameina netþjóna, gagnageymslur og netvirkni í lausnum sem er hannaðar, framleiddar og studdar af einum aðila. Converged og HyperConverged lausnir bjóða notendum einfalt og skilvirkt umsýslu- og rekstrarumhverfi. 

Lykilatriði í þessum kerfum er einfaldleiki og öryggi, en jafnframt hröð og hagkvæm innleiðing þeirra í rekstri tæknikerfa. Advania er umboðs- og þjónustuaðili fyrir leiðandi aðila á þessum markaði og getum við boðið viðskiptavinum okkar lausnir frá aðilum eins og VCE, Dell EMC, Nutanix og Simplivity.

Netbúnaður

Starfsmenn Advania hafa áralanga reynslu af uppsetningu og rekstri netkerfa hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hjá okkur færð þú aðgang að hópi fagmanna sem er þér innan handar þegar kemur að ráðgjöf um val á búnaði, uppsetningu og öruggum rekstri.

Við erum vottaður samstarfsaðili Cisco og vinnum jafnframt með öðrum leiðandi aðilum á þessum markaði. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina okkar.

Afritunar- og uppitímalausnir

Skilvirkasta leiðin til að vernda mikilvæg gögn gegn tjóni og árásum er að útfæra og hanna afritun gagna með skipulögðum og öguðum hætti. 

Advania bíður bæði vél- og hugbúnaðarlausnir sem tryggja þér örugga afritun gagna en jafnframt aðgengi að hópi sérfræðinga sem hafa skýran fókus á þetta tiltekna verkefni í rekstri tölvukerfa. 

Advania er eini gullvottaði samstarfsaðili Veeam á Íslandi og hefur í gegnum árin leitt fjölda íslenskra fyrirtækja í gegnum breytta högun afritunarkerfa og uppitímalausna.

Heyrðu í okkur um miðlægar lausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn