Það er mikilvægt að fyrirtæki búi við stöðugt netsamband og skilvirk netkerfi þegar kemur að þróun tölvuumhverfis og innleiðingu nýrra lausna. Við eigum lausnir sem hjálpa þér að tryggja stöðugleika, öryggi og nauðsynlega afkastagetu.

Netbúnaður

Við eigum fjölda lausna til að mæta ólíkum þörfum fyrirtækisins. Hvort sem þú þarft eldveggja- eða aðgangslausnir, öflugt þráðlaust netkerfi, árásarvarnir eða eftirlitskerfi, þá eigum við lausnina fyrir þig. 

Úttektir og ráðgjöf

Netrekstrarteymi Advania er eitt það öflugasta hér á landi. Hjá okkur starfa hátt í 20 sérfræðingar og ráðgjafar sem sérhæfa sig á sviði netreksturs. Við bjóðum fyrirtækjum upp á úttektir á netkerfum og aðstoðum við val og endurnýjun á hug- og vélbúnaði þar sem þess er þörf.

Netrekstur Advania

Uppitími og þjónustugeta netkerfa skiptir sífellt meira máli og það er ekki síður mikilvægt að hægt sé að reka umrædd kerfi á hagkvæman máta. Við höfum mikla reynslu af öruggum og hagkvæmum netrekstri og höfum gert fjölmarga samninga um slíka þjónustu við allar stærðir og gerðir fyrirtækja. 

Samningur um netrekstur kveður á um að Advania beri ábyrgð á daglegum rekstri og að hlutverk fyrirtækisins sé að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja öryggi kerfisins og virkni, en fyrir þessa þjónustu greiðir viðskiptavinur fast mánaðarlegt gjald. Sérfræðingar Advania eru á vaktinni allan sólarhringinn, allt árið um kring, og eru ferlar okkar vottaðir samkvæmt ISO 27001, alþjóðlegum staðli um upplýsingaöryggi. 

Netrekstrarsamningurinn við Advania er mikilvægur liður í því að styrkja stoðir upplýsingatæknireksturs borgarinnar með útvistun skilgreindra rekstrarþátta

Jón Ingi Þorvaldsson
Deildarstjóri UT, Reykjavíkurborg

Ræddu við okkur um netrekstrarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn