Besta leiðin til að mæta auknum kröfum markaðarins er að vera í góðu sambandi við viðskiptavini og hlusta á það sem þeira hafa fram að færa. Við bjóðum upp á viðamikið úrval lausna og þjónustu sem hjálpa þér að tryggja örugg samskipti og góða þjónustu.

Skype for Business

Þessi lausn leysir flestar þarfir fyrirtækja þegar kemur að símtölum og samskiptum. Lausnin er í senn símkerfi, fjarfundalausn og viðverukerfi, og það besta er að allar Office lausnirnar eru nú samþættar við kerfið með Office 365. Þeir sem eitt sinn prófa Skype for Business í vinnuumhverfinu eiga erfitt með að snúa til baka.

Við hjá Advania höfum mikla reynslu af innleiðingu og þjónustu vegna Skype for Business. Hvort sem um er að ræða einfaldar kröfur eða flókna uppsetningu með þjónustuveri eigum við réttu lausnina fyrir þig.

Stýrðu öllum samskiptum við viðskiptavini

Til að standast væntingar viðskiptavina þarftu eina samþætta lausn sem tryggir góða svörun frá ólíkum boðleiðum. Þjónustuverslausnir Advania anna þörfum stærstu fyrirtækja landsins en geta um leið skalast niður í minnstu einingar. Ef þú ert að leita að áreiðanlegri lausn og rauntíma sýn á starfsfólk og samskipti við viðskiptavini þá getum við aðstoðað.

Alhliða þjónusta og útvistun samskiptalausna

Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af altækum rekstri síma- og samskiptalausna og hjálpa þér að tryggja að starfsfólkið þitt og viðskiptavinir geti reitt sig á símkerfið. Þjónustusamningar okkar tryggja fyrirsjáanleika í kostnaði, fagmennsku í rekstri kerfa og halda þér í forystu með nútíma samskiptalausnum.

Heyrðu í okkur um síma- og samskiptalausnir

 
Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn