Advania Business Cloud

Með Advania Business Cloud færðu aðgang að sjálfsafgreiðsluviðmóti þar sem þú getur pantað sýndarþjóna og ákvarðað vinnsluna sem þeir eiga að sinna. Lausnin er byggð á Azure þjónustu Microsoft en er hýst í gagnaveri Advania á Íslandi.

Hver sýndarþjónn er búinn til eftir þinni forskrift, enda er breytilegt hve mikið gagnapláss, vinnsluminni og örgjörvaafl þú þarft hverju sinni. Sýndarþjónninn er svo afhentur nettengdur og með stýrikerfi.

Við sjáum um reksturinn og þú stjórnar ferðinni

Við sjáum um allan rekstur á vélbúnaði, sýndarvélaumhverfinu og vefviðmótinu sem snýr að viðskiptavinum Advania Business Cloud. Við bjóðum upp á ýmsa viðbótarþjónustu gegn gjaldi, eins og t.d. rekstur einstakra sýndarþjóna og afritun þeirra. 

Í sjálfsafgreiðsluviðmótinu eru ýmsar þjónustur í boði sem byggja á forskilgreindum sniðmátum. Þjónusturnar keyra á sýndarþjónum og er greitt fyrir sýndarþjónana í notkun eins og aðra sýndarþjóna. Advania sér ekki um rekstur á þessum þjónustum heldur veitir aðeins sniðmátin.

Öll tilskilin leyfi innifalin

Advania sér til þess að tilskilin hugbúnaðarleyfi séu til staðar fyrir Windows Server stýrikerfi en önnur hugbúnaðarleyfi eru á ábyrgð viðskiptavinar og um þau fara réttindi og skyldur framleiðenda.

Forkröfur og sérstakir skilmálar

  • Viðskiptavinur þarf að vera með áskrift að Azure Public Active Directory (Azure AD) sem er fáanleg sem ókeypis þjónusta á Azure vef Microsoft eða sem premium þjónusta keypt í gegnum Advania
  • Viðskiptavinur þarf að vera með virkt Microsoft LiveID tengt við eiganda áskriftarinnar

Vantar þig ráðgjöf?

Advania hefur á að skipa sérfræðingum í rekstri og umsjón upplýsingakerfa. Hjá okkur getur þú fengið ráðgjöf, aðstoð eða verkefnavinnu í tengslum við sýndarumhverfi.  

Afhverju ætti ég að skoða skýjalausnir?

Flestir sérfræðingar á sviði upplýsingatækni eru sammála um að skýjabyltingin sé löngu hafin og skýjaþjónustur hafi náð þeim þroska að geta sinnt verkefnum flestra fyrirtækja.

Kosturinn við skýjalausnir felst umfram allt í einföldu aðgengi, sveigjanleika í nýtingu auðlinda og kostnaðarmódeli sem byggt er á því að viðskiptavinurinn greiði einungis fyrir það sem hann nýtir.

Í flestum tilvikum eru skýjaþjónustur góð viðbót inn í upplýsingakerfi fyrirtækja. Hægt er að nýta þær með þjónustum sem hýstar eru og reknar af fyrirtækinu sjálfu - í svokallaðri "hybrid uppsetningu".

Ráðgjöf Advania

Sérfræðingar Advania hafa umtalsverða reynslu af innleiðingum skýjalausna og -umhverfa sem byggð eru á þjónustu við okkar stóra viðskiptavinahóp sem og af okkar eigin uppbyggingu. Við getum hjálpað fyrirtækjum að meta hvort og þá hvenær það hentar að innleiða skýjalausnir í tölvuumhverfið.

Er þetta öruggt?

Öryggi skýjaumhverfa er jafn mismunandi og þau eru mörg. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi þeirra umhverfa sem Advania þjónustar eða mælir með. Ráðgjafar geta veitt ítarlega innsýn í öryggi skýjalausna.

Talaðu við okkur um Business Cloud

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn