Auðbjörg einfaldar vinnu sölumanna sem eru á ferðinni. Hafðu heildaryfirlit yfir vörur á reiðum höndum og taktu niður nákvæmar pantanir á staðnum. Lausnin virkar bæði með og án nettengingar.

Einfaldari og hraðari afgreiðsla pantana

Auðbjörg gerir sölumönnum kleift að sýna væntanlegum kaupendum allar upplýsingar um þær vörur sem eru í boði á þægilegan máta. Það er einfalt að fara yfir vöruúrvalið og taka niður pantanir samstundis. Auðbjörg er handhæg lausn sem er á sama tíma yfirgripsmikil og leyfir þér að fylgjast betur með vöruúrvali.

 

 

 

https://itunes.apple.com/us/app/auðbjörg/id1445552427

Veldu áskriftarleið sem hentar þínum rekstri

Basic - Mynd

Basic

Einföld sala

Eigindi fyrir Einföld sala

Mánaðarverð fyrir hvern notanda

3.000 kr. án vsk
Standard - Mynd

Standard

Betri sölur og pantanir

Eigindi fyrir Betri sölur og pantanir

Mánaðarverð fyrir hvern notanda

5.000 kr. án vsk
Premium - Mynd

Premium

Framúrskarandi þjónusta

Eigindi fyrir Framúrskarandi þjónusta

Mánaðarverð fyrir hvern notanda

7.000 kr. án vsk

Burt með bæklinga og slitnar möppur

Lausnin er einföld, myndræn og skýr. Það er óþarfi að flækjast um með möppur eða vöruskrár á pappír sem oft sýna gamalt úrval eða vörur sem ekki eru lengur í boði. Auðbjörg er allt í senn nákvæmt vöruyfirlit og lausn til að taka niður pantanir á staðnum sem fara samstundis í vinnslu. Lausnin krefst ekki nettengingar og virknin helst þótt sambandið detti út.

Bjóddu þínum viðskiptavinum upp á nákvæmari og hraðvirkari þjónustu.

Vörulistinn ávallt nýuppfærður

Auðbjörg er beintengd við gagnasöfnin þín sem gefur þér ávallt rétt yfirlit yfir vöruframboðið. Það getur verið sérlega gott fyrir nýja sölumenn sem eru enn að kynnast vörunum sem eru í boði. Það er auðvelt að setja appið upp og það er enn einfaldara í notkun.

Komdu við...

Við viljum endilega hitta þig og skoða hvað Auðbjörg getur gert fyrir þig.

Pantanir í rauntíma

Sölufólk getur tekið niður pantanir á staðnum í gegnum appið. Pantanir berast í rauntíma á réttan stað. Týndar eða gleymdar pantanir heyra sögunni til. Og viðskiptin eru öll pappírslaus.

Nettengingin ekki vandamál

Nettengingar geta verið til vandræða fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Auðbjörg virkar því bæði með og án nettengingar. Kjörið fyrir sölumanninn sem fer greitt á milli staða.

Þessi fyrirtæki nýta sér Auðbjörgu

Eftirtaldir aðilar hafa notað Auðbjörgu með góðum árangri í sölustarfi sínu.

Heyrðu í okkur um Auðbjörgu

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn