Umsóknarkerfi
Dagleg störf
Aðgengi og öryggi
Tölfræði
Samþætting við íbúagáttir
Vala leikskólaappið
Fjórar samstilltar en samhæfðar einingar
Vala samanstendur úr fjórum einingum sem eru sérstaklega lagaðar að ólíkum hlutverkum í skólastarfinu.
Vala leikskóli
Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umssýslu varðandi leikskólarekstur fyrir sveitarfélagið, hvort sem um er að ræða eigin leikskóla, dagforeldra eða sjálfstætt starfandi. Allir ferlar eru vegna leikskóla eru til staðar í kerfinu. þ.e umsóknarferla (vistun, breytingar, flutningur, afslættir og fl.) Vinnsla og ferli vegna biðlista eru ítarleg og sendir kerfið sjálfvirkt skilaboð til forráðmanna og starfsmanna þegar umsóknir breyta um stöðu.
- Sveigjanleg reikningagerð
- Fjölbreyttir ferlar
Vala sumarfrístund
Vala sumarfrístund er til að annast umsjón, rekstur og greiðslur vegna sumarnámskeiða sem sveitarfélög og íþróttafélög eru að bjóða börnum á ýmsum aldri yfir sumartímann. Námskeið má flokka á ýmsa vegu, hafa fyrirframgreitt eða eftirágreitt, takmarka við ákveðin aldur og margt fl. Hægt er að skilgreina biðlista og veita undanþágur frá aldursviðmiði fyrir þá sem eru á undan í skóla.
Vala vetrarfrístund
Vala vetrarfrístund er til að annast umsjón og rekstur á þjónustu við börn á grunnskólaaldri sem geta fengið að dvelja í grunnskólanum sínum eftir að kennslu lýkur alla daga, og einnig er í boði dvöl allan daginn á ákveðnum frídögum. Foreldrar geta sótt um slíka dvöl í umsóknarvef Völu vetrarfrístundar eða í gegnum íbúagátt sem sendir þá gögnin um umsóknina. (Umsóknarferli, reikningagerð, tilkynningar, dagleg störf)
Vala vinnuskóli
Á sumrin streyma unglingar í vinnuskólana sem sveitarfélög bjóða. Hér þarf að sækja um, tilgreina hópstjóra, staðsetningar og skrá viðveru. Auk þess sem forráðamenn þurfa að geta séð umsagnir sinna barna. Vala Vinnuskóli annast viðveruskráningar, útreikning á tímum og sannreyningu á bankaupplýsingum til að geta reiknað út og sent í launakerfið þar sem launaútborgun á sér stað.
- Öflugur umsóknarvefur
- Sveigjanlegt reiknitól
- Viðveruskráningar
- Tilkynningar
Vala félagsmiðstöð
Vala félagsmiðstöð uppfyllir þarfir sveitarfélaga að halda utanum um alla minni og stærri viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Hvort sem það sé opið hús, klúbbastarf eða Samfés. Starfsmenn félagsmiðstöðva geta með Vala félagsmiðstöð haldið utan um mætingu unglinganna á viðburði. Umsóknarvefur fylgir Völu félagsmiðstöð þar sem bæði unglingar og foreldrar geta skráð á viðburði. Foreldrar geta gefið greiðslusamþykki fyrir viðburðum og þannig gefið unglingnum meira sjálfstæði að skrá sig á viðburði sem þarf að greiða fyrir. Foreldrar geta einnig samþykkt leyfisbréf ef félagsmiðstöðin óskar eftir því fyrir stærri viðburði.
Örugg aðgangsstýring - þægilegar tengingar
Einfaldari uppgjör og reikningagerð
Uppgjör við foreldra og forráðamenn eru þægilegri með Völu, hvort sem um ræðir sjálfstætt starfandi leikskóla, dagforeldra eða á milli sveitarfélaga. Vala gerir sjálfkrafa ráð fyrir sveigjanlegri gjaldskrá. Á sama tíma er reikningagerð úr kerfinu hraðvirk og notendavæn. Sjálfvirkir afslættir (systkina, námsmanna, starfsmanna o.fl.) eru í kerfinu sem gerir reikningagerðina einfaldari og fljótlegri. Einfalt er að breyta og leiðrétta ef þörf á.
Vanskil eru alltaf erfið - Vala kemur til hjálpar
Vala býður einnig upp á sveigjanlegt vanskilakerfi og les inn vanskilaskrár frá innheimtufyrirtækjum. Til að annast vanskilatilfelli eru sérsniðnar vanskilauppsagnir og ítarlegir ferlar fyrir þær.