Power BI námskeið fyrir byrjendur

Námskeið í Power BI þar sem farið er yfir undirstöðuatriði Power BI svo sem: gagnalíkön, gerð skýrslna og mælaborða ásamt myndrænni framsetningu og greiningu gagna.

Dagsetning/tími:þriðjudagur 14. ágúst 09:30-15:30
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10 - Stóra kennslustofan
Hámarksfjöldi þátttakenda:12
Skráningu lýkur:12:00 mánudagur 13. ágúst
Verð:49.000 kr. m.vsk.
Námskeiðslýsing:

Power BI námskeið fyrir byrjendur

Námskeið í Power BI þar sem farið er yfir undirstöðuatriði Power BI svo sem: gagnalíkön, gerð skýrslna og mælaborða ásamt myndrænni framsetningu og greiningu gagna.

Power BI er safn af tólum frá Microsoft sem nýtist fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum við greiningu gagna. Í námskeiðinu verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta Power BI til þess að sækja gögn úr margvíslegum gagnalindum, tengja þau saman og búa til notendavænar skýrslur og mælaborð sem nýtast við greiningu gagna og ákvarðanatöku.

Þættir sem verður farið yfir í námskeiðinu eru meðal annars:

  • Hvað er Power BI?
  • Helstu hugtök sem notendur þurfa að þekkja til að nota Power BI.
  • Hvernig gögn eru sótt inn í Power BI úr mismunandi gagnalindum (e. data sources) svo sem Excel, gagnagrunnum eða vefþjónustum.
  • Hönnun og útfærsla á gagnalíkönunum (e. datamodels)  í Power BI.
  • Hreinsun gagna með Power BI.
  • Útfærsla á skýrslum og mælaborðum í Power BI.
  • Síun (e. filtering) gagna í skýrslum og mælaborðum.
  • Hvernig hægt er að deila skýrslum með öðrum Power BI notendum í gegnum Powerbi.com.


Námskeiðið verður haldið í kennslustofu Advania. Þátttakendur þurfa ekki að koma með tölvur með sér. Kennari á námskeiðinu er Guust Van Dijck sérfræðingur í Power BI hjá Advania.  

Athugið! Námskeiðið er kennt á ensku.

Kostnaður við námskeiðið er 49.000 krónur. Hádegisverður, kaffi og námsgögn eru innifalin í þáttökugjaldinu. Veittur er 20% afsláttur ef fyrirtæki eða stofnanir senda fleiri en einn aðila á námskeið á sama tíma.

Skráningarfrestur er runninn út