TOK Grunnur

Kynning á helstu grunnaðgerðum og þjónustutengingum í kerfinu. Kynningin er sniðin fyrir þá sem eru að hefja vinnu í TOK 2016. Útgáfa: MS Dynamics TOK 2016, kennt í Windows og vef biðlara.

Dagsetning/tími:fimmtudagur 17. maí 09:00-10:00
Staðsetning:Advania, Guðrúnartúni 10 - Stóra kennslustofan
Hámarksfjöldi þátttakenda:12
Skráningu lýkur:17:00 þriðjudagur 15. maí
Verð:
Námskeiðslýsing:Farið er í helstu grunnaðgerðir í TOK 2016. Kynningin á að nýtast öllum notendum þó viðkomandi noti aðeins takmarkaðan hluta kerfisins. Uppbygging kerfisins er kynnt og valmyndir skoðaðar. Farið er yfir afmarkanir, ítarlega upplýsingaleit og annað því tengt. Einnig er farið yfir þjónustutengingar, stofnun viðskiptamanna, lánadrottna og birgða. Þessi kynning er góður grunnur fyrir nýja notendur í kerfinu, en jafnframt góð viðbót fyrir þá sem unnið hafa við kerfið. 
Skráningarfrestur er runninn út