Við aukum samkeppnishæfni viðskiptavina okkar

Við hjálpum þér að grípa tækifæri til nýsköpunar og hagræðingar með því að nýta tæknina.

Tækniþróun hefur aldrei verið hraðari en tæknin ein og sér dugir ekki til að ná árangri. Það er ábyrgð stjórnenda að móta, forgangsraða og leiða stafræna umbreytingu til lengri tíma. Stjórnendur verða tryggja að menning og skipulag fyrirtækisins styðji við framtíðarsýn og forgangsröðun. Framtíðarsýn og stafræn þróun þarf líka að vera í samræmi við lög og reglur.

Við höfum greitt aðgengi að fjölbreyttri flóru sérfræðinga Advania í upplýsingatækni og erum því í sterkri stöðu til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að marka sér árangursríka stefnu um stafræna umbreytingu.

Við veitum ráðgjöf algjörlega óháð lausnum.

Hver erum við?

Stjórnendaráðgjafar Advice styðja stjórnendur fyrirtækja og stofnana í að móta stafræna framtíðarsýn.

Við leggjum áherslu á samspil tækni, ferla og hæfni mannauðsins. Við nýtum fjölbreyttar aðferðir við stefnumótun, umbætur í upplýsingatækni og notendamiðaða þjónustuhönnun til styðja við stafræna vegferð.

Ásta Þöll og Elísabet.jpg

Reynsla Securitas af ráðgjöf Advania

 

 

 

Öryggisfyrirtækið Securitas hefur lokið ítarlegri stefnumótunarvinnu með stjórnendaráðgjöfum Advania Advice. Ekki stóð á árangri af vinnunni að mati forstjóra Securitas. „Eftir margra mánaða vinnu get ég sagt að ávinningurinn sé augljós. Við erum samstilltari hópur, við erum sneggri að taka ákvarðanir og við vitum nákvæmlega hvert við stefnum. Nú höfum við markað okkur skýra stafræna stefnu og höfum viðskiptavininn í algjörum forgangi,“ segir Ómar Svavarsson forstjóri Securitas.

Við erum sérfræðingar

Í stafrænni nýsköpun

Við nýtum aðferðarfræði hönnunarhugsunar (e.Design thinking) og setjum saman þverfaglegt teymi hönnuða og upplýsingatæknisérfræðinga til að leysa þínar áskoranir frá hugmynd til þróunar.

Í gæðamálum og ferlum

Við byggjum upp gæðakerfi, m.a. á ITIL. Förum yfir ferla, einföldum þá og fækkum. Við hjálpum við að setja stefnu í öryggis- og gæðamálum ásamt gæðaúttektum.

Í úrbótavinnustofum

Við sérhæfum okkur í að kortleggja tækifæri og áskoranir, og komum úrbótaverkefnum í réttan farveg.

Í öryggisúttektum og vottunum

Hafðu fagfólk þér við hlið til að ná réttu stöðlunum. Við hjálpum meðal annars við að ná og taka út staðlana ISO 27001, ISO 9001 og ISO 31000

Í stefnumótun í stafrænu umhverfi

Þróun síðustu ára sýnir skýrt að framtíðin er stafræn og að fyrirtæki verða að vera vakandi til að verða ekki undir. Við styðjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana í móta sér framtíðarsýn og stafræna vegferð.

Í CRM / Customer engagement

Við hjálpum við að móta skýra stefnu í stýringu viðskiptatengsla í fyrirtækinu og móta sýn sem tryggir að ferlar, menning og tækni komi saman í að skapa bestu upplifun fyrir þína viðskiptavini.

Í Design thinking

Við hjálpum þér að virkja starfsfólk og minnka menningarlega mótstöðu með aðferðarfræði hönnunarhugsunar í stefnumótun, breytingastjórnun og nýsköpun.

Í umbótaverkefnum í upplýsingatækni

Við sérhæfum okkur í breytinga- og útgáfustjórnun (e. change management/control og deployment), hjálpum til við afritun, eftirlit og þróun hugbúnaðar.

Í Service Design (þjónustuhönnun)

Við hjálpum þér að setja viðskiptavininn í forgrunn og greina um leið tækifæri til nýsköpunar. Einnig að bæta samspil upplifunar, innri ferla og snertiflata við starfsmenn og kortleggja hvernig tæknin styður við þá upplifun.

Í þjálfun í stafrænu hugarfari og breytingastjórnun

Rétta hugarfarið skiptir öllu máli í nýsköpun. Til að hjálpa til við það sjáum við um markþjálfun og bjóðum upp á fyrirlestra sniðna að þínum þörfum.

Já takk, ég er til í að heyra í ráðgjafa varðandi mín tækifæri til að bæta þjónustu.

Senda línu

Teymið okkar

advania_vinnuhopur-7150.jpg

Charlotte Åström

er viðskiptafræðingur og markþjálfi með víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og viðskiptaþróun frá Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Hún hefur leitt stefnumarkandi verkefni fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og fór meðal annars fyrir þeirri vinnu hjá DFDS, Arion banka og Össuri.                                                                                                                                                                                                                                 

61109.png
advania_vinnuhopur-4150.jpg

Ásta Þöll Gylfadóttir

hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Hún hefur unnið með aðferðir design thinking og þjónustuhönnun í stefnumótun og stafrænum þróunarverkefnum og hefur reynslu af agile-verkefnastjórnun. Hún hefur mikla reynslu af þverfaglegum nýsköpunarverkefnum og lagt áherslu á hönnunarspretti og aðferðir þjónustuhönnunar við að bæta upplifun og þjónustu.                                                                                                   

61109.png
photomissing.jpg

Elísabet Árnadóttir

er verkfræðingur með gráðu í viðskiptafræði og með próf í verðbréfamiðlun. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og ráðgjöf hjá framleiðslu- og fjármálafyrirtækjum og hefur annast gæðastjórnun, upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Elísabet hefur byggt upp og rekið gæðakerfi með ISO stöðlunum og ITIL og hefur starfað hjá Stjörnu-Odda, Össuri og hjá Arion banka ásamt því að hafa setið í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs verkfræðinga.

61109.png

Okkar hlutverk er að auka samkeppnishæfni viðskiptavina okkar. Við hjálpum þeim að öðlast skýra sýn á tækifærin sem tæknin skapar.

sendu okkur línu

Fáðu frían ráðgjafafund með sérfræðingum okkar

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan