Með augum Myndlistaskólans
„Sagan kennir okkur að tæknilegar framfarir hafa reglulega ögrað viðteknum hugmyndum okkar um sköpun. Samtíminn tekst stöðugt á við fortíð sína og við getum t.d dregið þann lærdóm af tilkomu prentvéla og tölvutækni að listin og hæfni fólks til myndsköpunnar hefur ekki beðið hnekki þeirra vegna, heldur verið viðbót við það sem fyrir var. Það fríar okkur hins vegar ekki af þeirri ábyrgð að líta framfarir gagnrýnum augum og vega og meta hvað sé handan við honið.
Nú er gervigreindin mætt á svæðið. Tæknin er komin á það stig að geta tileinkað sér þekkingarbrunn myndlistarinnar af meira umfangi á augabragði heldur en mannshugurinn getur á mannsævi og nýtt sér til að framkalla ótrúlegustu frumgerðir mynda með einföldum skipunum.
Þetta vakti athygli mína þegar Advania setti fram herferð sína unna með hjálp gervigreindar. Herferðin dró fram kosti og galla tækninnar á ögrandi og skemmtilegan hátt og mér þótti tímabært, sem yfirkennari Teiknibrautar Myndlistaskólans í Reykjavík, að nemendur tækjust á við þessa nýju áskorun. Hver yrði aðkoma þessarar nýju tækni í sköpunarferli og myndsköpun teiknara. Höfum við ennþá forskot á sálarlausa tæknina? Við skoruðum því herferð Advania á hólm.“
-Halldór Baldursson, yfirkennari Teiknibrautar MÍR