Getur gervigreind smíðað markaðsherferð?

Markaðsherferð með hjálp gervigreindar

Innblástur
Við spurðum gervigreind út í Advania. Hvað gerir fyrirtækið og hvað ættum við að tala um?
Textar og lestur
Gervigreind var látin skrifa hvernig hún myndi selja þjónustur Advania. Þjarkur svo látinn lesa textana á íslensku.
Myndir
Getur gervigreind teiknað myndir sem lýsa vörum okkar og þjónustu? Já, en ekki í fyrstu tilraun.
Birting
Sérstök forrit setja réttu auglýsingarnar á rétta staði á réttum tíma. Án þess að mannshöndin komi nálægt.

Með augum Myndlistaskólans

Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík ákvað að kynna sér þessa nýju tækni og kanna á hvaða hátt hún getur mögulega nýst teiknurum. 
Nemendur teiknideildar ásamt kennara kíktu því í heimsókn til Advania og fengu kynningu á framleiðsluferlinu og tækninni sem var notuð við gerð markaðsherferðinnar. Farið var yfir hvernig gervigreind virkar og þá sérstaklega með tilliti til myndvinnslu.

Úr varð mjög áhugavert verkefni þar sem nemendurnir nýttu gervigreind á snjallan hátt og jafnvel skoruðu hana á hólm.

Sjáðu verkefnið

Hvað getur nútíma gervigreind gert?

Gervigreind er það sem við í daglegu tali köllum forrit sem skilur hvað menneskja segir eða biður um og getur svarað á skýran hátt. Þróunin er hröð þessi misserin og gervigreind getur smíðað allt frá ritgerðum til tónlistar.

Við vildum komast að því með hvaða augum gervigreind sér Advania. Hvernig myndi hún lýsa þjónustunni? Hvaða myndefni lýsir þjónustunni best? Gæti gervigreind raunverulega búið til markaðsherferð frá grunni?

Orð í tíma töluð

Við spurðum gervigreindina ChatGPT hvort hún þekkti Advania og hvort við gætum fengið fimmtán dæmi um lausnir í framboði fyrirtækisins.

Í framhaldinu báðum við um texta fyrir hverja lausn fyrir sig sem við gætum nýtt í færslutexta og upplestur. Textarnir voru að lokum keyrðir í gegnum þýðingarþjark og notaðir (að mestu) óbreyttir með hverri færslu.

Do you know what Advania Iceland does? Can you give me 15 examples?

„Advania is a leading provider of IT services in Iceland, offering a wide range of solutions for businesses and organizations. Some examples of their services include:

  • Cloud computing
  • Managed IT services
  • Cybersecurity
  • Digital transformation
  • Business intelligence
  • Artificial intelligence
  • Website development and design
  • Application development and maintenance
  • Data management and analytics
  • IT proje... .“

Can you write a compelling text on why companies should consider cloud solutions?

„Cloud solutions offer numerous benefits for companies, including increased scalability, flexibility, cost-effectiveness, and security. With cloud technology, companies can store and access their data and applications from any location with an internet connection, enabling remote work and collaboration.

Additionally, cloud providers handle the maintenance and upgrades of their infrastructure, freeing up valuable time and resources for companies. Furthermore, cloud solutions can be scaled up or down as needed, reducing the cost and waste associated with... .“

Can you give me some marketing material about Signet, Advania's digital signature solution in Icelandic?

„Við kynnum Signet, nýjustu stafrænu undirskriftarlausn Advania. Signet er fullkomin lausn fyrir fyrirtæki sem vilja hagræða undirritunarferli skjala og tryggja öryggi viðkvæmra upplýsinga sinna.

Með Signet geturðu auðveldlega undirritað og sent skjöl rafrænt, sem útilokar þörfina fyrir líkamlegar undirskriftir. Lausnin okkar notar háþróaða dulkóðunartækni til að tryggja öll skjöl og tryggja að þau séu varin gegn óviðkomandi aðgangi.“

Myndir segja meira en þúsund orð

Næsta skref var að fá fallegt og lýsandi myndefni. Gervigreindarforritin Dall - E og Midjourney voru fengin í að teikna myndir af vöruframboðinu í mismunandi stílum.

Gervigreind sem smíðar myndir eftir texta getur verið mjög bókstafleg. Það þarf því að vanda vel hvernig hlutirnir eru orðaðir og nákvæmni skiptir nokkru máli. Það var sjaldnast sem okkur tókst að fá góða mynd í fyrstu tilraun. Oftar en ekki kom besta niðurstaðan þegar beðið var um tiltekinn stíl. T.d olíumálverk eða micro ljósmynd.

Vert er að taka fram að hver einasta mynd á þessari síðu var sett saman af gervigreind.

Talsetning

Auglýsingaherferð er ekkert án raddar. Við nutum liðsinnis Gunnars hjá Microsoft. Nema að Gunnar er ekki raunveruleg manneskja, heldur íslensk gervigreind í Azure umhverfi Microsoft. Það gekk ekki alveg klakklaust fyrir sig því Gunnar er nokkuð nýr á sviðinu. Til að mynda þurftum við að kenna honum að bera fram „Advania“. Enda kannski ekki á hverjum degi sem talgervlar eru beðnir um að tala um okkur.

Hittu Gunnar og Guðrúnu

Að púsla saman og dreifa efninu

Auglýsinga- og markaðstólið Smartly.io fékk það hlutverk að raða myndefni, grafík og textum saman, og ákveða svo hvar væri best að birta á netinu. Forritið greinir hvaða efni fær mestu athyglina á hvaða stöðum á samfélagsmiðlum og dreifir í takt. Allt án þess að mannshöndin komi að því.

Stundum þarf að hlaupa undir bagga

Þó að gervigreindarforrit af öllum gerðum hafi fengið að gera öll skemmtilegustu verkin, þurfti alvöru fólk að aðstoða með eitt og annað. Þar komu vinir okkar hjá Datera sterkir inn. Á nokkrum myndum er til að mynda hreyfing sem þurfti að gera í höndunum og gervigreind getur víst ekki enn pantað pláss á LED skiltum borgarinnar. Svo var þessi lendingarsíða vitaskuld skrifuð og sett upp af manneskju... eða hvað?

En má þetta?

Fulltrúar stærstu gervigreindarforritana hafa tekið það skýrt fram notendur séu með fullan og ótakmarkaðan rétt á notkun á öllu því efni sem gervigreindin útbýr. Þar á meðal rétt til að prenta, fjöldaframleiða og selja bæði texta og myndir.

Það eru þó ekki allir alveg sammála um hvað má og hvað ekki og nú þegar hafa sprottið upp nokkur mál sem snúa þó ekki að þeim myndum og texta sem gervigreindin skilar frá sér, heldur hvaða efni var notað til að þjálfa hana. Eins og mál standa er því öllum frjálst að nota og birta allt efni sem gervigreind býr til.

Dæmi um lausnir sem gervigreindin tók fyrir

Viltu vita meira?

Eigum við að ræða tækni?

Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.