Veflausnir

Hefur þú sett þig í spor viðskiptavina og upplifað þeirra fyrstu kynni af þínum vef? Okkar markmið er að hjálpa þér að ná samkeppnisforskoti. Saman stígum við skrefið inn í stafræna vegferð.

Spjöllum saman
við erum þínir sérfræðingar í vefmálum

Með þér á stafrænni vegferð

Veflausnir Advania er ein af stærstu vefstofum landsins. Hjá okkur færðu allt sem tengist vefmálum, hvort sem það er ytri eða innri vefur, app, ráðstefnulausn eða hvaða sérsmíði sem gæti skapað virði fyrir þinn vinnustað. Við nýtum krafta 600 sérfræðinga Advania til að leysa allar þær flóknu áskoranir sem þitt fyrirtæki stendur frammi fyrir.

Spjöllum saman um þín vefmál

Fáðu fría úttekt á vefnum þínum!

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig. Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir . 

Sendu okkur línu og við förum yfir tækifæri þín.

Þróunarferlið

Greining og ráðgjöf
Verkefnastýring
Hönnun
Þróun og smíði
Prófanir
Gerum þetta saman

Eitt stopp fyrir allt sem viðkemur stafrænum lausnum

Notendaupplifun
Öryggi og persónuvernd
Tengingar á milli kerfa
Aðgengismál

Vefverslanir

Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma.

Vefumsjónakerfi

Öflugur vefur er andlit fyrirtækisins. Veva vefumsjónakerfi Advania er einfalt og þægilegt kerfi fyrir þína vefsíðu. VEVA er notendavænt CMS kerfi sem getur tengst öðrum kerfum.

App lausnir

Snjalltæki hafa tekið yfir okkar daglega líf. Applausnir okkar spanna breitt svið með því markmiði að hjálpa viðskiptavinum að straumlínulaga ferla, leysa vandamál og einfalda hversdagsleikann með notkun appa.

Stafrænn viðburður

Hittumst á netinu! Velkomin er stafræn lausn til að halda glæsilega viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu. Lausnin er skalanleg eftir stærð viðburða og veitir áhorfendum möguleika á virkri þátttöku.

Hugbúnaðarþróun

Okkar verkefni er að búa til verðmæti með snjallri notkun upplýsingatæknilausna. Við aðstoðum þig við að einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði milli kerfa. Svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best.

Er vefurinn að vinna með þér?

Eitt kerfi? Mörg kerfi? Við einföldum þér og viðskiptavinum þínum lífið með því að samþætta ólík kerfi og aukum þar með skilvirkni, sjálfvirkni og ábata fyrir alla.

Eigum við að setjast niður?

Bókaðu frían ráðgjafafund

Bóka fund
frá augum notandans

Hönnun í samstarfi við Jökulá

Í nánu samstarfi við hönnunarstofuna Jökulá sköpum við framúrskarandi lausnir fyrir okkar viðskiptavini.

Til að tryggja að vefurinn skapi virði fyrir reksturinn veitum við ráðgjöf varðandi hönnun. Við metum út frá þörfum hvers viðskiptavinar og verkefnis hvernig þeirri ráðgjöf er háttað. Hjá Advania er breið þekking á útlitshönnun, notendaupplifun og viðmótshönnun. Við upphaf verkefna höldum við hönnarspretti eða vinnustofur til að hámarka árangur veflausna sem við smíðum.

Ert þú að hlusta á gögnin?

Við hönnun og smíði á vefsíðum er mikilvægt að setja sig í spor notenda og athuga hvað skilar árangri. Réttu gögnin segja þér hvaða upplifun viðskiptavinir hafa á þínu fyrirtæki - þú þarft bara að hlusta.

Við aðstoðum þig að koma upp réttum greiningartólum út frá þínum vef og rekstri svo að þú getir farið að taka gagnadrifnar ákvarðanir.

Sjáðu nánar
dæmi um verkefni sem við höfum unnið

Verkin tala fyrir sig

Framtíðin í vefverslun

S4S og veflausnir Advania lögðu af stað í þá vegferð að hanna og þróa nýja vefverslun fyrir S4S. Fyrirtækið rekur þrettán verslanir og hélt úti þremur netverslunum fyrir breytinguna. Í ferlinu var tveimur vefverslunum bætt við og eru nú fimm í heildina, allar undir sama hatti. Markmiðið með verkefninu var að sameina allar netverslanir undir einni verslun. Uppfæra útlit, bæta hraða og notendaupplifun án þess að hver og ein netverslun missti einkenni sín.

Nýr vefur Landsnets

Forritun og tæknileg útfærsla var í höndum veflausna Advania. Vefurinn er efnismikill og var settur upp í VEVU, vefumsjónarkerfi Advania.
Við smíðuðu ýmsar nýjar lausnir, til dæmis Íslandskort sem sýnir aflflutning í rauntíma sem tengist utanaðkomandi þjónustu. Á vefnum eru
reiknivélar, gjaldskrár, ársskýrsla og helstu upplýsingar um starfsemina.

App fyrir Landspítalann

Landspítalaappið er smáforrit hannað og þróað af Advania og Landspítalanum. Verið er að innleiða appið í nokkrum áföngum á spítalanum. Í appinu birtast upplýsingar um dvöl einstaklings á spítalanum ; lífsmörk, lyfjaupplýsingar, matseðil, starfsfólk sem annast það og fleira. Appið gerir sjúklingum kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar þegar hann dvelur á spítalanum.

Stærsta jarðvarmaráðstefna heims í Velkomin

World Geothermal Congress er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi sem haldin er af IGA (International Geothermal Association). Ráðstefnan fór fram í Hörpu og í stafrænni viðburðalausn Advania, Velkomin. Er þetta umfangsmesta stafræna verkefni sem Harpa hefur tekið þátt í og langstærsta ráðstefna sem haldin hefur verið í Velkomin.

Kiknar vefurinn undan álagi?

Álagsprófanir á vefþjónum og veflausnum líkja eftir hundruðum notenda að framkvæma aðgerðir inni á vefnum á sama tíma.  
Álagsprófanir sýna hvar veikleikar vefsins liggja og skapa tækifæri til að styrkja þá. Það skiptir miklu máli að vita hversu vel vefurinn þolir álag margra notanda í einu. Það gefur svigrúm til að styrkja vefinn og gera ráðstafnir fyrir stærstu álagsdagana. 

Við setjum upp réttu álagsprófin fyrir þinn vef.

Hafa samband

Tæknistakkurinn

Fréttir af veflausnum

Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Hefur þú litið í spegil nýlega? Hefurðu sett þig í spor viðskiptavina þinna og skoðað vefinn þinn með þeirra augum? Hvað blasir við þeim?
Advania og hönnunarstofan Jökulá hefja samstarf um hönnun og smíði á stafrænum lausnum.