Viltu bæta öryggi á þínum vinnustað?
Mikilvægt er að stjórnendur og þau sem taka ákvarðanir á vinnustöðum, séu vel upplýst um forvarnir og viðbrögð við ógnum sem steðja að vinnustöðum þeirra. Sérfræðingar okkar í öryggismálum eru til þjónustu reiðubúin að fara yfir þín öryggismál.
Hvað þarf að hafa í huga?
Notendaþjálfun í öryggi
Advania Vitund er safn af stuttum netöryggisnámskeiðum sem eru ekki bara mikilvæg, heldur líka þrælskemmtileg. Námskeiðin snúa að ýmsum mikilvægum atriðum sem tengjast netöryggi.
Veföryggi
Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar að smella óvart á sýktan hlekk eða vefslóð. Afleiðingarnar geta verið vírussmit, tap á viðkvæmum gögnum eða að verða partur af botneti. Sífellt algengara er að lögmæt vefsvæði hýsi óværur án þess að vita af því.
Stjórnendasvik
Stjórnendasvik (CEO fraud) og fyrirmælafalsanir (Business Email Compromise) eru meðal útbreiddustu svika um þessar mundir. Þá eru atlögur gerðar að starfsfólki fyrirtækja eftir mikla undirbúningsvinnu svikana við að kanna bakgrunn fyrirtækisins og falsa trúverðug fyrirmæli í nafni stjórnenda.
Póstvarnir
Ransomware-árásir verða sífellt algengari. Þegar óprúttnir aðilar komast yfir aðgang að gögnunum þínum, nota þeir tækifærið til að dulkóða gögnin og krefjast svo lausnargjalds til að aflétta dulkóðuninni. Tölvupóstar eru gjarnan leiðir slíkra árása. Því er mjög brýnt að vera með sérstakar tölvupóstvarnir.
Netöryggi
Advania býður upp á fjölbreyttar netöryggislausnir í samstarfi við stóran hóp fyrirtækja sem eru leiðandi á sviði netöryggismála. Hjá okkur færðu hugbúnað og vélbúnað sem gerir þér kleift að halda utan um umferð og stjórna aðgengi á þínum vefum. Hvort sem málið varðar eldveggi, innbrotsvarnir eða DDoS-varnir, þá erum við með lausnirnar
.
Marglaga auðkenningar
Með sífjölgandi vefþjónustum og kerfum sem fólk notar daglega, reynist fólki erfiðara að halda utanum öll lykilorðin. Hætta er á að sama lykilorð sé notað í öll kerfi. Leki eða tölvuárás á einn þjónustuaðila getur því leitt af sér að óprúttnir aðilar komist yfir aðgangsorð að fleiri þjónustum. Einfalt er að auka öryggi til muna með marglaga auðkenningum. Advania býður fjölda öruggra auðkenningalausna.
Notendaþjálfun í öryggi
Advania Vitund er safn af stuttum netöryggisnámskeiðum sem eru ekki bara mikilvæg, heldur einnig þrælskemmtileg. Námskeiðin snúa að mikilvægum atriðum um netöryggi. Hvernig bera eigi kennsl á líklega vefveiðipósta sem gætu leitt til gagnagíslingar eða pósta með fyrirmælasvikum um millifærslur á ranga aðila. Fræðslan tekur meðal annars á umgengni gagna, helstu hættum í aðgengi að vinnustöðum og öruggu neti.
Hvert myndband er einungis um ein mínúta að lengd. Það er sent sjálfkrafa á notendur í gegnum þjálfunarkerfið. Með einum músasmelli má horfa á myndbandið í tölvupóstinum.
DDoS árásarvarnir
Tilgangur DDoS-árása (e. Distributed Denial of Service) er að valda truflun á þjónustu. Til dæmis að taka niður starfsemi þess sem ráðist er á eða að beina athygli frá tilraunum til innbrota. Við slíkar árásir eru netkerfi og -þjónar yfirkeyrð af álagi frá árásaraðila. Stutt DDoS-árás getur skapað meiri netumferð en eðlileg notkun skapar á heilu ári. Slíkum árásum getur fylgt mikill kostnaður. Ekki síst vegna mögulegrar skerðingar á starfsemi þess sem verður fyrir árásinni.
Advania veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum aðgang að vörn gegn DDoS-árásum. Vörnin fer sjálfkrafa í gang um leið og árás hefst. Hún sendir tilkynningar með tölvupósti til allra sem þurfa að vita af árásinni.
Veikleikaskönnun Security Operations
Meirihluti innbrota í fyrirtæki eru vegna öryggisgalla í hugbúnaði, ýmist frá þekktum alþjóðlegum framleiðendum eða sérsmíðuðum lausnum.
Að vita hvað þarf að plástra getur verið tímafrekt verkefni án réttra tóla. Í tilfellum þar sem mikið er um veikleika, getur skipt sköpum að byrja á réttum plástrunum.
Advania býður lausnir sem framkvæma reglulegar veikleikaskannanir á kerfunum. Niðurstöður eru dregnar saman í öryggisskýrslum og flokkaðar eftir mikilvægi.
Útstöðvaöryggi Endpoint Security
Á meðan óprúttnir aðilar geta haft mikinn fjárhagslegan ávinning í því að valda fyrirtækjum skaða, er gríðarlega mikilvægt að huga að öryggi útstöðva. Til þess að tryggja að notendur falli ekki í gildrur óprúttinna aðila í gegnum tölvupósta eða sýktar vefsíður, er mikilvægt að halda útstöðvum vel uppfærðum með nýjustu viðbótum. Nauðsynlegt er að viðhalda öryggis- og vírusvörnum og stillingum þeirra í takt við nýjar uppfærslur.
Advania getur hjálpað til við að treysta útstöðvar með öryggislausnum og vírusvörnum. Þannig er dregið verulega úr hættunni á að þær verði nýttar sem inngangur í kerfin þín.
Örugg hugbúnaðarþróun Application Security
Það verður sífellt flóknara að gæta allra öryggisatriða við hugbúnaðarþróun. Sérstaklega þar sem stór hluti forrita reiðir sig á nettengingar.
Í samstarfi við leiðandi fyrirtæki á sviði öryggismála í hugbúnaðarþróun, getum við aðstoðað við að meta öryggi hugbúnaðarverkefna. Allt frá vefsvæðum til stórra hugbúnaðarlausna. Ef upp kemst um öryggisógnir eða veika bletti í verkefninu, getum við hjálpað og bent á leiðir til úrbóta.
Greinar um öryggi
Tölum saman
Viltu vita meira um öryggismál? Sendu okkur fyrirspurn.