Skilmálar, stefnur og vottanir

Meðferð persónuupplýsinga

Advania er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Advania kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með gögnin. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.

Ábyrgð

Advania Ísland ehf. kt. 590269-7199, hér eftir nefnt Advania eða Fyrirtækið, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Advania hefur aðsetur að Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík, og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið personuvernd@advania.is.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
Advania safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Advania safnar persónupplýsingum um viðskiptavini sína í þrennskonar tilgangi; til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi.

Advania safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að Advania geti ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu.

Miðlun persónuupplýsinga
Advania nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

Advania miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki eða í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. Advania er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. Advania afhendir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Advania trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Advania leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.

Öryggi gagna
Advania leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Advania tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Persónuverndarstefna Advania er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Advania áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennnd með útgáfudegi. Persónuverndarstefnu Advania má finna á www.advania.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Advania skal senda á netfangið personuvernd@advania.is.

Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 25.05.2018

Kökur

Smákökur (cookies)Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru ávafra notenda. Advania notar vafrakökur á vefsíðu sinni til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veitanotendum betri upplifun og stuðla að frekari þróunvefsíðunnar.

Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum Advania, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til að stuðla að frekari þróun hennar.

Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum. Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað (e. session cookies) en aðrar vafrakökur hafal engri gildistíma. Notendur geta lokað á vafra kökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim hætti geta notendur dregið til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, þ.m.t. nauðsynlegar kökur, mun það hafa áhrif ávirkni vefsíðunnar.

Advania.is notar eftirtaldar vafrakökur:
_dc_gtm_UA-12528598-12
_fbp
_ga
_ga_26MRVWQ65S
_ga_GFNHPBC1H3
_gat_gtag_UA_12528598_6
_gid
_hjAbsoluteSessionInProgress
_hjFirstSeen
_hjIncludedInPageviewSample
_hjIncludedInPageviewSample
_hjIncludedInPageviewSample
_hjIncludedInSessionSample
_hjIncludedInSessionSample
_hjIncludedInSessionSample
_hjSession_692894
_hjSessionUser_692894
ASP.NET_SessionId
ASP.NET_SessionId
ASP.NET_SessionId
didomi_token
Dynamicweb.SessionVisitor
euconsent-v2

Þessar vefkökur eru valkvæðar og við notum þær ekki nema viðskiptavinur kveiki á greiningarvefkökuvirkni í stillingum.

Samkvæmt upplýsingum frá Google er upplýsingum safnað í þessar vefkökur með þeim hætti að ekki sé hægt að auðkenna einstaklingaút frá þeim.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.