Hefur þú ríka þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og hefur gaman af upplýsingatækni? Við leitum af þjónustufulltrúa á þjónustuborð Advania.
Sem þjónustufulltrúi kynnist þú fjölbreyttri starfsemi Advania, færð að eiga samskipti við fjölmarga viðskiptavini og kynnist mikið af starfsfólki þvert á fyrirtækið. Það er einnig mikið lærdómstækifæri í starfinu enda munt þú fá að bera ábyrgð á eða taka þátt í mörgum og fjölbreyttum verkefnum innan ólíkra málaflokka ásamt því að læra á þónokkur kerfi sem hjálpa þér að sinna starfinu þínu enn betur.
Starfssvið
Þjónustufulltrúi er í okkar framlínuteymi og gegnir lykilhlutverki í okkar þjónustuásýnd. Starfið felst meðal annars í því að taka við símtölum og beiðnum sem berast til Advania og ýmist leysa málin í fyrstu snertingu eða spyrja réttu spurninganna til að tryggja málum góðan farveg. Starfsfólk þjónustuborðs sinnir einnig fjölmörgum reglulegum og tilfallandi sérverkefnum þvert á fyrirtækið sem meðal annars tengjast bókhaldi, skjölun, aðgangsstýringum, viðburðum, sem og upplýsingamiðlun og innri þjónustu við bæði starfsfólk og stjórnendur.
Vinnutími: Þrjár vikur af hverjum fimm er vinnutíminn frá 8:00-16:00 og vinnur starfsfólk þær vikur í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni. Hinar tvær vikurnar er vinnutíminn sveigjanlegur sem og staðsetningin. Getur starfsfólk þá valið hvort það mætir á vinnustaðinn, vinni að heiman eða hvar sem því hentar best að vinna.
Þjónustuborð Advania
Þjónustuborð Advania samanstendur nú þegar af fimm frábærum einstaklingum og er hópurinn fjölbreyttur bæði í aldri, kyni og áhugamálum. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa virkilega gaman af mannlegum samskiptum, að greina vandamál og elska að veita afburða þjónustu. Á þjónustuborði Advania er lögð rík áhersla á skilvirk vinnubrögð, sjálfvirknivæðingu og einföldun á ferlum.
Hæfnikröfur
- Fyrst og fremst leitum við að einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum og ríkan vilja til að veita afburða þjónustu
- Þar sem þjónustufulltrúar starfa þvert á fyrirtækið snerta þau á fjölmörgum mismunandi kerfum og leggjum við því áherslu á að umsækjendur búi yfir góðri almennri tæknikunnáttu og hafi áhuga á upplýsingatækni
- Hreint sakavottorð
Eftirfarandi atriði geta verið kostur en eru ekki krafa:
- Reynsla af því að vinna í Navision bókhaldskerfi
- Reynsla af Service Now eða öðru beiðnakerfi
- Reynsla af Microsoft CRM eða sambærilegu kerfi
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er sveigjanlegur, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 30. ágúst 2022
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, sigrun.osk.jakobsdottir@advania.is / 440 9000.