Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði?? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?
Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til. Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi.
Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu.
Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins.
Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.
Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.
Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann.
Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!
Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is