Jafnlaunastefna Advania
Advania hefur innleitt jafnlaunakerfi og jafnlaunastefnu. Tilgangurinn er að tryggja að jafnrétti sé gætt í launamálum starfsfólks og að engum sé mismunað eftir kyni og öðrum óviðkomandi breytum. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög um jafna stöðu og rétt kynjanna.
Launajafnrétti
Með stefnunni er staðfest að hæfileikar og færni alls mannauðs Advania eigi að fá að njóta sín. Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara og hlunninda fyrir sambærileg störf. Við launaákvarðanir er stuðst við starfsmatskerfi fyrirtækisins, skilgreind launaviðmið og persónubundið mat á hæfni og frammistöðu. Mannauðsstjóri Advania ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og sér til þess að kerfið sé skjalfest, innleitt og stöðugt uppfært. Yfirstjórn félagsins skal árlega setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar og annarra gagna um launamyndun á vinnustaðnum. Allir stjórnendur Advania eru skuldbundnir til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun.