Advania LIVE

Advania heldur úti hlaðvarpi með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Við munum fjalla um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.

Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna

Þann 16. janúar fór fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju. Af þessu tilefni tóku Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og stóðu fyrir beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri ræddu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort ræddu ferðaþjónustu á Austurlandi.
Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin ræddu ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel ræddu ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar fór yfir niðurstöður úr nýrri könnun á meðal aðila í ferðaþjónustu.
Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, ræddi Markaðssamtal Ferðaþjónustunnar í Grósku.
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og nýr ráðherra ferðamála, mætti til okkar í spjall um ferðaþjónustu.
Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Íslandi í augnablikinu og áskoranir framundan.
Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum ræddu ferðaþjónustuvikuna 2025.
Ólína Laxdal sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar kynnti Ferðapúlsinn, sjálfsmat á stafrænni hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Mannauðsdagurinn 2024

Mannauðsdagurinn er árlegur viðburður á vegum Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania var í beinni útsendingu frá Hörpu og fékk mannauðsfólk og fleiri góða gesti í spjall.

„Þú borðar ekki fílinn í einum bita.“

Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, ræddi um inngildingu á vinnustöðum.

„Það má ekki láta þetta viðgangast.“

Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching, ræddi um vinnustaðamenningu.

„Það sem flestir eru hræddir við.“

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, ræddi um stjórnendur.

„Með brunaslönguna á lofti í krísustjórnun.“

Helena Jónsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, ræddi um mikilvægi samtala stjórenda við starfsfólk.

„Við könnumst öll við lélega ferla.“

Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri og einn af stofnendum 50skills ræddi um gervigreind.

„Jákvætt að gera mistök ef maður lærir af þeim.“

Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri First Water, ræddi um mannauðsmál og dýrmætar lexíur.

„Eitt það fallega sem kom út úr Covid.“

Davíð Tómas Tómasson framkvæmdastjóri Moodup ræddi um mikilvægi þess að taka reglulega púlsinn á starfsfólki.

„Ég vissi ekki að ég væri að vera slæmur yfirmaður.“

Debra Corey ráðgjafi, fyrirlesari og metsöluhöfundur, ræddi um ömurlega yfirmenn.

„Við eigum það til að festast í hvirfilbyl hversdagsleikans.“

Ásdís Eir Símonardóttir, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi, ræddi um stjórnendur, samskipti og að lyfta upp öðrum.

Nýsköpunarvikan 2024

Iceland Innovation Week er hátíð sem fer fram í maí á hverju ári. Vettvangur þar sem fulltrúar fyrirtækja, opinberra stofnanna og fjárfestar hittast og deila þekkingu sinni um nýsköpun. Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania í beinni útsendingu frá Kolaportinu á Nýsköpunarvikunni og fékk góða gesti í spjall.

„Eins og þetta er jákvætt þá kemur þetta með miklar áskoranir í för með sér.“

Helgi Björgvinsson, forstöðumaður hugbúnaðarlausna hjá Advania sagði okkur frá nýrri nýsköpunarlausn Advania sem hefur vinnuheitið Kolfinna.

„Þetta er örugglega einn af stærstu viðburðunum á Íslandi.“

Edda Konráðsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Iceland Innovation week.

„Okkar markmið er að umbreyta þessum bransa.“

Haukur Guðjónsson , stofnandi Sundra.

Microsoft

Microsoft vörurnar geta stutt þig í vegferðinni að uppbyggingu innviða þannig að vinnustaðurinn sé öruggur, árangursríkur og snjall.

Lesa nánar um Microsoft hjá Advania

„Gervigreindin hugsar ekki og gerir ekki ráð fyrir neinu.“

Henri Schulte, Cloud solution arcitect data & AI hjá Microsoft.

„Nú bíðum við og refreshum á mínútu fresti til að sjá hvort að það sé byrjað að gjósa.“

Arnar Már Ólafsson, ferðmamálastjóri.

Samkvæmt greiningu frá McKinsey árið 2019, voru fyrirtæki sem höfðu fjölbreytileika í stjórnendateymi sínu 25% líklegri til að skila arðsemi yfir meðaltali, miðað við önnur fyrirtæki sem höfðu það ekki.

Diversity wins: How inclusion matters. Skýrsla McKinsey maí 2020.

„Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum um fjölbreytileika“

Chisom Udeze, stofnandi Diversify.

„Það er dýrt og óumhverfisvænt að vera að senda til Íslands.“

Helga Ólafsdóttir, stjórnandi Hönnunarmars.

„Hún tekur af okkur þessa leiðinlegu handavinnu.“

Viðar Pétur Styrkársson, vörustjóri gervigreindarlausna Advania.

láttu gervigreind vinna með gögnin þín

Advania Eya vinnur með gögnin þín á öruggan hátt

Advania Eya er hagnýt tvítyngd spunagreindarlausn Advania, knúin af Private Chat GPT-4 tungumálamódelinu. Advania Eya er hönnuð bæði fyrir íslensku og ensku, býður upp á nákvæm svör og skilning á flóknum skipunum með ítarlegum skilningi á tilteknum orðaforða. Advania Eya er notendavæn, heldur samfelldum þræði samtala og vísar í heimildir innan gagnasafna.

Advania Eya gerir fyrirtækjum kleift að fella eigin gögn á öruggan hátt inn í fyrirspurnir sem tryggir trúnað og öryggi. Þetta gerir Advania Eya að öruggu hagnýtu gervigreindarverkfæri sem eykur skilvirkni og möguleika fyrirtækja til að rýna í eigin gögn án þess að stefna þeim í hættu.

Skoða nánar

„Tæknibyltingin mun með gervigreind gera það að verkum að störf framtíðarinnar eru ólíkari en okkur órar fyrir.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Mikilvægt að vinna heimavinnuna áður en lagt er af stað í fjármögnun.“

Michael J. Wiatr, framkvæmdastjóri Antler

„Fólk í þessum geira gefst ekki upp.“

Sigurður Árnason, stofnandi og forstjóri Overtune.

„Varan má ekki vera í miðjunni á vörumerkinu.“

Helga Ósk Hlynsdóttir, stofnandi og einn eiganda Serious Business Agency.

Hvað er að frétta?

Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Ertu með spurningar? Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.