Jón Brynjar forstöðumaður fjármálasviðs Advania
Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins
Jón Brynjar Ólafsson leiðir nýtt fjármálasvið Advania sem sameinar reikningshald og hagdeild félagsins.
Fjármálasviðið er hluti af þjónustu- og rekstrarsviði Advania og meðal verkefna þess eru tekju- og kostnaðarskráning, uppgjörsvinna ásamt innri og ytri greiningarvinnu.
Jón Brynjar hefur starfað hjá Advania í rúm þrjú ár, fyrst sem sérfræðingur og svo sem forstöðumaður hagdeildar. Hann er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Jón Brynjar hefur sérhæft sig Beyond Budgeting stjórnunarmódelinu sem leggur áherslu á að færa fyrirtæki frá hugmyndafræði hefðbundinna fjárhagsáætlana yfir í dreifstýrðara stjórnunarkerfi til að stuðla að betri aðlögunarhæfni í rekstrinum. Advania á Íslandi hóf vegferð sína í Beyond Budgeting fyrir nokkrum árum og hefur Jón Brynjar leitt það verkefni frá því hann gekk til liðs við félagið.