Nýjasta nýtt - 19.12.2018 13:15:00

Sjálfsafgreiðsla í Skagfirðingabúð

Kaupfélag Skagfirðinga hyggst bjóða viðskiptavinum þann valkost að afgreiða sig sjálfir í Skagfirðingabúð. „Við höfum verið mjög lengi í verslunarrekstri og viljum fylgja tækninni,“ segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs.

Kaupfélag Skagfirðinga hyggst bjóða viðskiptavinum þann valkost að afgreiða sig sjálfir í Skagfirðingabúð. „Við höfum verið mjög lengi í verslunarrekstri og viljum fylgja tækninni,“ segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs.

Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið á að setja upp sjálfsafgreiðslukassa sem valkost í dagvöruversluninni Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Mannaðir afgreiðslukassar verða áfram í versluninni. „Þegar við vorum að huga að nýju afgreiðslukerfi fyrir verslanir okkar ákváðum við að heimsækja fjölda verslana hér á landi og erlendis og kanna hver framtíðarmúsíkin væri í þessum efnum. Á endanum ákváðum við að taka upp afgreiðslukerfi frá Advania og setja upp sjálfsafgreiðslukassa sem valkost fyrir þá sem vilja. Markmiðið er að þeir losi um raðir á álagstímum svo sem í hádeginu og seinnipart dags. Með þessu breytist hlutverk afgreiðslufólks og það öðlast nýtt og fjölbreyttara hlutverk. Það getur varið tíma sínum í að þjónusta viðskiptavini, fylla á vörur og hlúa að versluninni,“ segir Marteinn.

Sjálfsafgreiðsla hefur fest sig í sessi í íslenskum verslunum á örskömmum tíma. Á nokkrum mánuðum hafa allar stærstu matvöruverslunarkeðjur landsins stigið það skref að bjóða sjálfsafgreiðslu sem valkost í verslunum sínum. Neytendur hafa tekið þessum afgreiðslumáta vel og verið óhræddir við að prófa.

Kaupfélag Skagfirðinga rekur byggingavöruverslun, bílabúð og þrjár dagvöruverslanir í Skagafirði. Sjálfsafgreiðslubúnaðurinn var settur upp í Skagfirðingabúð í nóvember og fer vel af stað. Hann er framleiddur af NCR sem er leiðandi á heimsmarkaði í afgreiðslulausnum. Advania þjónustar afgreiðslukerfið en það er þaulprófað um allan heim og afar notendavænt.

„Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið mjög lengi í verslunarrekstri. Við viljum fylgja tækninni í þessu eins og öðru sem við erum í. Við ætlum hinsvegar að byrja hægt og prófa okkur áfram. Við viljum vera framsækin og hugsa til langs tíma,“ segir Marteinn.

Á myndinni er Árni Kristinsson verslunarstjóri Skagfirðingabúðar og Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirðinga.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.