Nýjasta nýtt - 16.11.2017 15:20:00

Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

Advania hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu frá alþjóðlega hug- og vélbúnaðarrisanum NCR fyrir afburða árangur og gæði í starfi. Verðlaunin nefnast "Partner Award for Excellence"og voru þau afhent á árlegri ráðstefnu í Barcelona, þangað sem NCR hafði stefnt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum.

Advania hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu frá alþjóðlega hug- og vélbúnaðarrisanum NCR fyrir afburða árangur og gæði í starfi. Verðlaunin nefnast "Partner Award for Excellence" og voru þau afhent á árlegri ráðstefnu í Barcelona, þangað sem NCR hafði stefnt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. 

 Ívar Logi Sigurbergsson sölustjóri hjá Advania á Íslandi og Daði Snær Skúlason vörustjóri veittu viðurkenningunni móttöku.

NCR hefur verið leiðandi í þjónustu við banka og smásölufyrirtæki síðan 1884 og veitir þjónustu í yfir 120 löndum. Fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausnir og sölu- og afgreiðslubúnað af ýmsu tagi og daglega fara um 700 milljón færslur gegnum lausnir frá NCR.  Vél- og hugbúnaður frá NCR hefur verið notaður á Íslandi í rúm 30 ár við góðan orðstír hjá stærstu bönkum, verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins.

 „Þessi verðlaun eru sérstaklega gleðileg, enda eru þau ekki eingöngu veitt fyrir sölu umfram markmið heldur eru þau eingöngu veitt þeim samstarfsaðilum NCR sem hafa sýnt fram á yfirburða þekkingu á lausnum og þjónustu félagsins. Samstarf okkar við NCR hefur gengið ótrúlega vel og ótal viðskiptavinir Advania á Íslandi hafa notið ávinningsins af því samstarfi" Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.