Nýjasta nýtt - 14.12.2018 09:19:00

Advania býður nýja lausn á sviði viðskiptagreindar

TimeXtender hefur samið við Advania um að selja og þjónusta Discovery Hub® sem einfaldar fyrirtækjum að framkvæma greiningar á gögnum úr ólíkum gagnasöfnum.

Discovery Hub® er heildarlausn sem einfaldar fyrirtækjum að draga saman upplýsingar úr mörgum ólíkum gagnasöfnum og framkvæma greiningar á þeim. Með einföldu notendaviðmóti, sjálfvirkni og gervigreind gerir lausnin það mögulegt að flýta þróun og draga úr kostnaði við rekstur gagnamarkaða og vöruhúsa gagna. Lausnin er með innbyggðar tengingar við hin ýmsu upplýsinga- og viðskiptakerfi. Sjálfvirkni dregur úr þeim tíma sem það tekur að gera gögn aðgengileg og framkvæma greiningar á þeim, einfaldar samþættingu og tryggir gæði gagna á sama tíma. Sjálfvirk skjölun einfaldar yfirsýn yfir uppruna gagna. Discovery Hub® auðveldar stjórnendum, í umhverfi þar sem góð yfirsýn og hraði skipta máli, að taka ákvarðanir sem byggja á áreiðanlegum upplýsingum.

 „Advania leggur sig fram við að skapa virði fyrir viðskiptavini sína með snjallri notkun upplýsingatækni. Við trúum því að Discovery Hub® hjálpi til við það og auðveldi fyrirtækjum að skapa virði úr ósamstæðum gögnum og upplýsingum,“ segir Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. 

„Við fögnum samstarfinu við stórt og öflugt fyrirtæki á borð við Advania. Það er okkar sameiginlega trú að Discovery Hub® hugbúnaðurinn mæti fjölbreyttum þörfum íslenskra fyrirtækja, meðal annars við að uppfylla nýja persónuverndarlöggjöf,“ segir Heine Krog Iverse framkvæmdastjóri TimeXtender.

Með samstarfi Advania og TimeXtender eykur Advania vöruframboð sitt á sviði viðskiptagreindar en hún verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja á tímum stafrænnar umbreytingar. 
 

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.