Nýjasta nýtt - 15.2.2018 16:09:00

Advania færir Píeta-samtökunum tölvubúnað

Eftir páska opna Píeta-samtökin hús í Reykjavík þar sem þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir og sjálfskaða, verður rétt hjálparhönd. Advania færði samtökunum allan nauðsynlegan tölvubúnað til að geta hafið starfsemi í húsinu.

Eftir páska opna Píeta-samtökin hús í Reykjavík þar sem þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir og sjálfskaða, verður rétt hjálparhönd. Advania færði samtökunum allan nauðsynlegan tölvubúnað til að geta hafið starfsemi í húsinu.
Sjálfsvígs- og sjálfskaðamiðstöðin verður staðsett að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Þeir sem eru í sjálfsvígshugleiðingum eða stunda sjálfskaða geta leitað hjálpar í húsinu og fengið 15 fría tíma hjá sálfræðingi eða geðhjúkrunarfræðingi. Aðstandendur eiga einnig kost á 5 fríum tímum. Þá verður boðið uppá þjónustu fyrir fólk sem misst hefur ástvini í sjálfsvígi og starfræktir stuðningshópar sem koma saman í húsinu. Stuðlað verður að þeim bjargráðum sem eru möguleg sem forvörn en einnig lögð áhersla á eftirfylgd ef sjálfsvíg hefur orðið.

Píeta þýðir umhyggja. Það er stefið í starfsemi samtakanna og þess vegna er mikið lagt upp úr því að húsnæðið við Baldursgötu verði hlýlegur staður heim að sækja. Almenna leigufélagið lánar samtökunum húsnæðið og fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til að innrétta það á huggulegan hátt. Á næstu árum stendur til að opna svokölluð Píeta-skjól í öllum landsfjórðungum.

Edda Arndal geðhjúkrunarfræðingur er forstöðumaður hússins og Björk Jónsdóttir skólastjóri er formaður samtakanna. Ráðgjafaráð skipað fræðimönnum úr háskólasamfélaginu er ætla að vera vakandi yfir störfum Píeta-samtakanna. Fræðimennirnir hafa allir reynslu af því að missa náinn ástvin úr sjálfsvígi.

Markmið Píeta á Íslandi er að opna umræðu um sjálfsvíg og ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum. Fyrirmynd samtakanna og miðstöðvarinnar er sótt til Írlands þar sem á annan tug slíkra húsa eru starfrækt. Árlega fá um 17 þúsund einstaklingar þjónustu í Píeta-húsunum þar í landi og hafa samtökin einnig sprottið upp í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Við hjá Advania óskum Píeta-samtökunum góðs gengis í þeim mikilvægu verkefnum sem þau hafa tekið að sér.

Sirrý Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Píeta Ísland tók við tölvubúnaði fyrir nýja húsnæðið frá Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.